Hættulegar bikblæðingar víða á vegum landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 20:19 Vegfarandi segir aðstæður mjög hættulegar á veginum í Ölfusi. G. Pétur upplýsingafulltrúi ræddi bikblæðingar í samtali við Vísi. vísir Vegfaranda í Ölfusi blöskraði aðkoman á veginum milli Hveragerðis og Þorlákshöfn í gær þar sem bikblæðingar eru áberandi. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ljóst að ná verði betri tökum á vandamálinu. „Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“ Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
„Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“
Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira