Hættulegar bikblæðingar víða á vegum landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 20:19 Vegfarandi segir aðstæður mjög hættulegar á veginum í Ölfusi. G. Pétur upplýsingafulltrúi ræddi bikblæðingar í samtali við Vísi. vísir Vegfaranda í Ölfusi blöskraði aðkoman á veginum milli Hveragerðis og Þorlákshöfn í gær þar sem bikblæðingar eru áberandi. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ljóst að ná verði betri tökum á vandamálinu. „Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“ Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“
Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira