Er óverðtryggða lánið að ganga frá fjölskyldunni? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 17. júní 2024 14:31 Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun