„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 14:28 Svava segir að rífa þurfi allt loft og innréttingar í verslun Gallerí sautján í Kringlunni vegna vatnsskemmda Vísit/Vilhelm/Viktor Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón. Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón.
Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira