Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2024 08:07 Vladimír Pútín Rússlandsforseti kynnti ályktun sína í utanríkisráðuneyti Rússa í gær. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. Vopnahléskröfur Pútíns komu á sama tíma og erindrekar níutíu landa funduðu í Sviss til að koma sér saman um friðaráætlun undir stjórn vestrænna landa. Rússlandi var ekki boðið að senda fulltrúa á fundinn og telst því líklegt að Pútín hafi lagt fram þessar kröfur til að spilla fyrir fundinum. Þessir uppfærðu skilmálar Pútíns um stríðslok eru þeir fyrstu sem hann setur opinberlega frá upphafi stríðsins í febrúar 2022, þegar hann hóf innrás inn í landið og krafðist stjórnarbreytinga í Kænugarði og afvopnunar landsins. Volodimír Selenskí sagði að ekki væri hægt að treysta tilboði Rússlandsforseta og að Pútín myndi ekki stöðva árásir sínar í Úkraínu þrátt fyrir að Úkraína uppfyllti öll vopnahlésskilyrði. Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Pútín ekki í neinni stöðu til að gera slíkar kröfur til Úkraínu og hann gæti sjálfur bundið enda á stríðið strax í dag ef hann vildi. Aðrar kröfur Pútíns til Úkraínu voru að úkraínskir hermenn yfirgæfu héröðin Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og að þeim yrði lýst yfir sem rússnesk yfirráðasvæði. „Um leið og Kænugarður er hefur ákveðið sig, hefur raunverulegan brottflutning hersveita frá þessum svæðum og lýsir formlega yfir að umsókn um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, munum við samstundis fyrirskipa vopnahlé og hefja samningaviðreæður,“ sagði Pútín í ávarpinu þegar hann setti Úkraínu kröfurnar. Þá krafðist hann þess að vestrænu ríkin féllu frá öllum fjárhagslegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem foesenda fyrir vopnahléi. Bandaríkin juku í vikunni við fjárhagslegar refsiaðgerðir gegn rússneska bankakerfinu og rússnesku kauphöllinni. NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. 6. júní 2024 06:53 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Vopnahléskröfur Pútíns komu á sama tíma og erindrekar níutíu landa funduðu í Sviss til að koma sér saman um friðaráætlun undir stjórn vestrænna landa. Rússlandi var ekki boðið að senda fulltrúa á fundinn og telst því líklegt að Pútín hafi lagt fram þessar kröfur til að spilla fyrir fundinum. Þessir uppfærðu skilmálar Pútíns um stríðslok eru þeir fyrstu sem hann setur opinberlega frá upphafi stríðsins í febrúar 2022, þegar hann hóf innrás inn í landið og krafðist stjórnarbreytinga í Kænugarði og afvopnunar landsins. Volodimír Selenskí sagði að ekki væri hægt að treysta tilboði Rússlandsforseta og að Pútín myndi ekki stöðva árásir sínar í Úkraínu þrátt fyrir að Úkraína uppfyllti öll vopnahlésskilyrði. Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Pútín ekki í neinni stöðu til að gera slíkar kröfur til Úkraínu og hann gæti sjálfur bundið enda á stríðið strax í dag ef hann vildi. Aðrar kröfur Pútíns til Úkraínu voru að úkraínskir hermenn yfirgæfu héröðin Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og að þeim yrði lýst yfir sem rússnesk yfirráðasvæði. „Um leið og Kænugarður er hefur ákveðið sig, hefur raunverulegan brottflutning hersveita frá þessum svæðum og lýsir formlega yfir að umsókn um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, munum við samstundis fyrirskipa vopnahlé og hefja samningaviðreæður,“ sagði Pútín í ávarpinu þegar hann setti Úkraínu kröfurnar. Þá krafðist hann þess að vestrænu ríkin féllu frá öllum fjárhagslegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem foesenda fyrir vopnahléi. Bandaríkin juku í vikunni við fjárhagslegar refsiaðgerðir gegn rússneska bankakerfinu og rússnesku kauphöllinni.
NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. 6. júní 2024 06:53 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53
Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. 6. júní 2024 06:53
Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45