Drasl Hafþór Reynisson skrifar 15. júní 2024 00:03 „Þetta var fallegur dagur í dag.“ Ég ákvað að dagurinn yrði að vera fallegur því ég las svolítið sem stakk mig í hjartað, svolítið sem mér þótti vont að heyra frá manneskju sem hefur verið það heppin að deila með mér þeim forréttindum að alast upp og búa í landi þar sem átök hafa ekki geisað í manna minnum. Við eigum það til að líta á þessi forréttindi sem grundvallar réttindi. Það er ekki sjálfsagt fyrir marga að líta til himins, draga djúpt andann og þurfa ekki að hafa áhyggjur af næstu bylgju af orrustuþotum eða drónum sem mögulega gætu varpað sprengju á heimili þitt. Það þykir nær óhugsandi hér á Íslandi, en það þótti það líka í Úkraínu fyrir nokkrum árum síðan. Orðin sem ég las voru eftirfarandi, rituð í umræðu um flóttafólk sem hefur komið hingað af neyð sinni einni: "[Það] er ástæða fyrir því að þetta “drasl” er að koma hingað og það er því að þeirra land er ónýtt af þeim og þeirra forfeðrum. Nei takk ekki meira drasl hingað til að skemma fleiri lönd." Það þarf svo sem ekki að greina þessi orð eða finna þörf hjá sér til að hrekja þetta, ummælin dæma sig sjálf. Þetta angraði mig samt, ég svaraði manneskjunni því þetta angraði mig. Þetta angrar mig enn. Ég fór í búðina eftir vinnu. Yfirleitt reyni ég að forðast verslanir þegar er kös en þarna var ég samt sem áður. Ég á það til að þykja gaman að því fylgjast með hegðun fólks í matvöruverslunum. Það er svo dagsdagleg athöfn að versla í matinn og fólk er oft með sína sérvisku þegar þau skunda á milli rekka. Margir eru hugsi á svip með nefið ofan í innkaupakerrunni, aðrir í símanum að skanna vörur og svo eru þau sem eru lík mér og gleymdu innkaupalistanum og eru í örvæntingu að reyna að muna hvað þau ætluðu að versla inn. Eingöngu svo til þess að standa eins og gufa og stara út í loftið, tínandi eina og aðra vöru sem hrekkur upp í minnið. Margir fara í innkaup með börnin sín með sér, dagurinn í dag var einmitt þannig dagur. Á föstudegi, líklegast eftir vinnu og skóla, voru margir með börnin sín með sér í eftirdragi, ofan í innkaupakerrum eða hlaupandi um. Á leið minni inn í búðina mætti ég íslenskum föður með tvö gullfalleg börn sín með sér. Þau voru með dekkra hár, krullað, og dekkri húðlit en svo að vinkona mín úr samfélagsmiðlasamtalinu myndi "samþykkja þau" sem íslendinga. Setningin frá henni var mér í fersku minni og ég stóð sjálfan mig að því að hugsa hvort þessi tvö glaðlyndu börn komi til með verða fyrir aðkasti íslendinga eins og hennar í framtíðinni. Líklegast. Þarna var glaðbeittur pabbi sem var að leyfa dóttur sinni að velja grillmatinn fyrir helgina, það var augljóst hversu mikið henni þótti pabbi sinn skemmtilegur. Hann átti erfitt með að velja, hún var föst á sinni skoðun, svo flestur grillmatur sem var í boði endaði í körfunni. Hún faðmaði hann þétt. Þarna var önnur kona með virkilega fyndinn og glaðlyndan strák með sér, sennilega um fimm ára gamlan. Yfirleitt þegar ég er í tímaþröng og stressaður þá er ég ekki mikið fyrir hávær börn í matvöruverslunum. Þarna var ég bara að fylgjast með. "Þetta er fallegur dagur“ hugsaði ég með mér. Móðir hans, íslenskumælandi og í „þjóðlitunum“, með börnin sín tvö og hvorugt þeirra var "í réttum lit" til að vera íslendingar. Drengurinn var alveg upp á sitt besta þarna, ofan í körfunni með tærnar upp í loft að gefa frá sér skrítin hljóð. Mamma hans hló, systir hans hló og ég gat ekki falið glottið sem myndaðist á andlitinu á mér. Ég sá að fólkinu í kringum okkur var einnig skemmt. Svo voru það konurnar sem klárlega voru í vandræðum með vörumerkin í snyrtivörurekkanum. Mér heyrðist þær tala spænsku, önnur þeirra leit út fyrir að geta verið spænsk. Hin var í réttum lit fyrir vinkonu okkar. Kannski voru þær ferðamenn. Það myndi þó eflaust ekki breyta neinu fyrir hana vinkonu okkar, ef vegabréfið væri gefið út á röngum enda Atlantshafsins þá væru þær eflaust afætur og í röngu landi, á röngum forsendum. Þarna voru líka tvær unglingsstúlkur, önnur sem greinilega vinnur í versluninni. Báðar töluðu þær erlent tungumál sem ég þykist orðið þekkja eftir að hafa hlustað á Úkraínska stjórnmálamenn biðja um stuðning til að geta barist fyrir landi sínu. Þær voru með rétta litarhaftið, en tungumálið kom upp um þær sem flóttafólk. Drasl. Afætur á íslenska kerfinu, stelandi láglaunastörfum í landi þar sem þær ættu nú að vera löngu búnar að læra tungumálið ef þær vildu aðlagast. – heyrði ég biturri röddu. Þessar stúlkur vonast eflaust eftir því að einn daginn geti þær komist aftur til heimalandsins. Það er nefnilega ekkert svo frábært að búa hér í samanburði við mörg önnur lönd. Úkraína er stórt land, var allavega vestrænt evrópuland fyrir stríðið, og þar eru eflaust mismunandi lífsgæði, en það er fallegt land og ýmislegt þar sem vekur örugglega heimþrá. Veðrið hér getur verið mjög niðurdrepandi og verðlag, vinnuálag og þjónusta er ekkert til að hrópa húrra fyrir, sama hversu mikið við þykjumst vera eitthvað fullkomið norrænt velferðarsamfélag. Ímyndið ykkur eitt augnablik sem svo að staðan væri sú að við sjálf kæmust ekki heim, föst í öðru landi á meðan einhver herskæður pólitíkus hefði ákveðið að sprengja hér allt frá innviðum til Hallgrímskirkju. Í heildina litið var þessi litla búðarferð óvenju skemmtileg upplifun, ekki það að ég leggi innkaupaferðir eitthvað sérstaklega á minnið. Oft kemur hversdagsleikinn á óvart. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að versla oftar á annatíma. Flestir viðskiptavinir voru þarna með hálf-fullar eða fullar kerrur í leiðangri sínum fyrir helgina. Krakkarnir fengu opið veiðileyfi á nammi-hillurnar og íslendingar í réttum húðlit, sem og útlendingar og aðeins brúntónaðri íslensku-mælandi íslendingar virtust gera sér glaðan dag við eitthvað jafn hversdagslegt og að fara í innkaupaferð. Gott ef flóttafólkið, afæturnar og draslið hafi ekki verið í góðu skapi líka. Við eigum það til að taka lífinu sem sjálfsögðum hlut, þessu öryggi sem við búum við lengst í Norður-Atlantshafi. Fáar af þeim manneskjum sem voru þarna í dag geta hugsanlega ímyndað sér hvernig það er að missa heimili sitt, með öllum sínum eigum, á augnabliki. Enn færri leiða hugann að því að hlutir geti breyst svo skyndilega að í stað þess að skunda um með barnið sitt í innkaupakerru þá ýti þau því áfram leggjalausu í hjólastól eða á líkbörunum. Samkennd okkar ætti að vera ríkari en þetta. "Draslið", sem vinkona okkar er búin að ákveða einhliða að eigi ekki heima hér í hennar landi, eru manneskjur. Manneskjur sem eru búnar að missa allt og til þess að lifa af þá þurftu þau að segja skilið við heimaland sitt og byrja upp á nýtt í landi þar sem t.d. veðrið getur verið ömurlegt marga mánuði í senn, viðmótið gagnvart þeim enn ömurlegra og tungumálið eins framandi og hugsast getur. Þetta var fallegur dagur á Íslandi í dag, við höfum ekki einkarétt á honum. Höfundur skammast sín stundum fyrir að vera Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Þetta var fallegur dagur í dag.“ Ég ákvað að dagurinn yrði að vera fallegur því ég las svolítið sem stakk mig í hjartað, svolítið sem mér þótti vont að heyra frá manneskju sem hefur verið það heppin að deila með mér þeim forréttindum að alast upp og búa í landi þar sem átök hafa ekki geisað í manna minnum. Við eigum það til að líta á þessi forréttindi sem grundvallar réttindi. Það er ekki sjálfsagt fyrir marga að líta til himins, draga djúpt andann og þurfa ekki að hafa áhyggjur af næstu bylgju af orrustuþotum eða drónum sem mögulega gætu varpað sprengju á heimili þitt. Það þykir nær óhugsandi hér á Íslandi, en það þótti það líka í Úkraínu fyrir nokkrum árum síðan. Orðin sem ég las voru eftirfarandi, rituð í umræðu um flóttafólk sem hefur komið hingað af neyð sinni einni: "[Það] er ástæða fyrir því að þetta “drasl” er að koma hingað og það er því að þeirra land er ónýtt af þeim og þeirra forfeðrum. Nei takk ekki meira drasl hingað til að skemma fleiri lönd." Það þarf svo sem ekki að greina þessi orð eða finna þörf hjá sér til að hrekja þetta, ummælin dæma sig sjálf. Þetta angraði mig samt, ég svaraði manneskjunni því þetta angraði mig. Þetta angrar mig enn. Ég fór í búðina eftir vinnu. Yfirleitt reyni ég að forðast verslanir þegar er kös en þarna var ég samt sem áður. Ég á það til að þykja gaman að því fylgjast með hegðun fólks í matvöruverslunum. Það er svo dagsdagleg athöfn að versla í matinn og fólk er oft með sína sérvisku þegar þau skunda á milli rekka. Margir eru hugsi á svip með nefið ofan í innkaupakerrunni, aðrir í símanum að skanna vörur og svo eru þau sem eru lík mér og gleymdu innkaupalistanum og eru í örvæntingu að reyna að muna hvað þau ætluðu að versla inn. Eingöngu svo til þess að standa eins og gufa og stara út í loftið, tínandi eina og aðra vöru sem hrekkur upp í minnið. Margir fara í innkaup með börnin sín með sér, dagurinn í dag var einmitt þannig dagur. Á föstudegi, líklegast eftir vinnu og skóla, voru margir með börnin sín með sér í eftirdragi, ofan í innkaupakerrum eða hlaupandi um. Á leið minni inn í búðina mætti ég íslenskum föður með tvö gullfalleg börn sín með sér. Þau voru með dekkra hár, krullað, og dekkri húðlit en svo að vinkona mín úr samfélagsmiðlasamtalinu myndi "samþykkja þau" sem íslendinga. Setningin frá henni var mér í fersku minni og ég stóð sjálfan mig að því að hugsa hvort þessi tvö glaðlyndu börn komi til með verða fyrir aðkasti íslendinga eins og hennar í framtíðinni. Líklegast. Þarna var glaðbeittur pabbi sem var að leyfa dóttur sinni að velja grillmatinn fyrir helgina, það var augljóst hversu mikið henni þótti pabbi sinn skemmtilegur. Hann átti erfitt með að velja, hún var föst á sinni skoðun, svo flestur grillmatur sem var í boði endaði í körfunni. Hún faðmaði hann þétt. Þarna var önnur kona með virkilega fyndinn og glaðlyndan strák með sér, sennilega um fimm ára gamlan. Yfirleitt þegar ég er í tímaþröng og stressaður þá er ég ekki mikið fyrir hávær börn í matvöruverslunum. Þarna var ég bara að fylgjast með. "Þetta er fallegur dagur“ hugsaði ég með mér. Móðir hans, íslenskumælandi og í „þjóðlitunum“, með börnin sín tvö og hvorugt þeirra var "í réttum lit" til að vera íslendingar. Drengurinn var alveg upp á sitt besta þarna, ofan í körfunni með tærnar upp í loft að gefa frá sér skrítin hljóð. Mamma hans hló, systir hans hló og ég gat ekki falið glottið sem myndaðist á andlitinu á mér. Ég sá að fólkinu í kringum okkur var einnig skemmt. Svo voru það konurnar sem klárlega voru í vandræðum með vörumerkin í snyrtivörurekkanum. Mér heyrðist þær tala spænsku, önnur þeirra leit út fyrir að geta verið spænsk. Hin var í réttum lit fyrir vinkonu okkar. Kannski voru þær ferðamenn. Það myndi þó eflaust ekki breyta neinu fyrir hana vinkonu okkar, ef vegabréfið væri gefið út á röngum enda Atlantshafsins þá væru þær eflaust afætur og í röngu landi, á röngum forsendum. Þarna voru líka tvær unglingsstúlkur, önnur sem greinilega vinnur í versluninni. Báðar töluðu þær erlent tungumál sem ég þykist orðið þekkja eftir að hafa hlustað á Úkraínska stjórnmálamenn biðja um stuðning til að geta barist fyrir landi sínu. Þær voru með rétta litarhaftið, en tungumálið kom upp um þær sem flóttafólk. Drasl. Afætur á íslenska kerfinu, stelandi láglaunastörfum í landi þar sem þær ættu nú að vera löngu búnar að læra tungumálið ef þær vildu aðlagast. – heyrði ég biturri röddu. Þessar stúlkur vonast eflaust eftir því að einn daginn geti þær komist aftur til heimalandsins. Það er nefnilega ekkert svo frábært að búa hér í samanburði við mörg önnur lönd. Úkraína er stórt land, var allavega vestrænt evrópuland fyrir stríðið, og þar eru eflaust mismunandi lífsgæði, en það er fallegt land og ýmislegt þar sem vekur örugglega heimþrá. Veðrið hér getur verið mjög niðurdrepandi og verðlag, vinnuálag og þjónusta er ekkert til að hrópa húrra fyrir, sama hversu mikið við þykjumst vera eitthvað fullkomið norrænt velferðarsamfélag. Ímyndið ykkur eitt augnablik sem svo að staðan væri sú að við sjálf kæmust ekki heim, föst í öðru landi á meðan einhver herskæður pólitíkus hefði ákveðið að sprengja hér allt frá innviðum til Hallgrímskirkju. Í heildina litið var þessi litla búðarferð óvenju skemmtileg upplifun, ekki það að ég leggi innkaupaferðir eitthvað sérstaklega á minnið. Oft kemur hversdagsleikinn á óvart. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að versla oftar á annatíma. Flestir viðskiptavinir voru þarna með hálf-fullar eða fullar kerrur í leiðangri sínum fyrir helgina. Krakkarnir fengu opið veiðileyfi á nammi-hillurnar og íslendingar í réttum húðlit, sem og útlendingar og aðeins brúntónaðri íslensku-mælandi íslendingar virtust gera sér glaðan dag við eitthvað jafn hversdagslegt og að fara í innkaupaferð. Gott ef flóttafólkið, afæturnar og draslið hafi ekki verið í góðu skapi líka. Við eigum það til að taka lífinu sem sjálfsögðum hlut, þessu öryggi sem við búum við lengst í Norður-Atlantshafi. Fáar af þeim manneskjum sem voru þarna í dag geta hugsanlega ímyndað sér hvernig það er að missa heimili sitt, með öllum sínum eigum, á augnabliki. Enn færri leiða hugann að því að hlutir geti breyst svo skyndilega að í stað þess að skunda um með barnið sitt í innkaupakerru þá ýti þau því áfram leggjalausu í hjólastól eða á líkbörunum. Samkennd okkar ætti að vera ríkari en þetta. "Draslið", sem vinkona okkar er búin að ákveða einhliða að eigi ekki heima hér í hennar landi, eru manneskjur. Manneskjur sem eru búnar að missa allt og til þess að lifa af þá þurftu þau að segja skilið við heimaland sitt og byrja upp á nýtt í landi þar sem t.d. veðrið getur verið ömurlegt marga mánuði í senn, viðmótið gagnvart þeim enn ömurlegra og tungumálið eins framandi og hugsast getur. Þetta var fallegur dagur á Íslandi í dag, við höfum ekki einkarétt á honum. Höfundur skammast sín stundum fyrir að vera Íslendingur.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar