Svik VG í jafnréttismálum Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 14. júní 2024 17:00 Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hafa mikilvægar breytingar verið gerðar á lögum sem miða að auknu jafnrétti. Breytingar á lögum um fæðingarorlof, þar sem réttindi feðra og mæðra voru jöfnuð til að stuðla að jafnari ábyrgð foreldra á umönnun barna. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, innleiddi endurskoðun jafnréttislaga sem skýrir hlutverk Jafnréttisstofu og festir í sessi markvissa vinnu við jöfnun launa með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið kveðið á um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginreglu um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með lögum um þungunarrof var sjálfsforræði kvenna sem óska þungunarrofs virt og Ísland er nú í fyrsta skipti fullgildur aðili að Istanbúl-samningnum. VG hefur styrkt stuðningskerfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og stutt lagasetningu og aðgerðir sem miða að því að draga úr kynbundnu ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola. Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna var samþykkt árið 2021 og framkvæmd hennar hefur gengið vel. Margt fleira mætti telja til. Fullyrðingar um að VG hafi brugðist konum eða svikið kjósendur sína í jafnréttismálum eru því óréttmætar. Höfundur er starfandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Akureyri Jafnréttismál Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hafa mikilvægar breytingar verið gerðar á lögum sem miða að auknu jafnrétti. Breytingar á lögum um fæðingarorlof, þar sem réttindi feðra og mæðra voru jöfnuð til að stuðla að jafnari ábyrgð foreldra á umönnun barna. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, innleiddi endurskoðun jafnréttislaga sem skýrir hlutverk Jafnréttisstofu og festir í sessi markvissa vinnu við jöfnun launa með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið kveðið á um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginreglu um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með lögum um þungunarrof var sjálfsforræði kvenna sem óska þungunarrofs virt og Ísland er nú í fyrsta skipti fullgildur aðili að Istanbúl-samningnum. VG hefur styrkt stuðningskerfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og stutt lagasetningu og aðgerðir sem miða að því að draga úr kynbundnu ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola. Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna var samþykkt árið 2021 og framkvæmd hennar hefur gengið vel. Margt fleira mætti telja til. Fullyrðingar um að VG hafi brugðist konum eða svikið kjósendur sína í jafnréttismálum eru því óréttmætar. Höfundur er starfandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun