Laporte æfði einn á fimmtudag vegna meiðsla og tók ekki þátt á æfingu í dag. Spænska knattspyrnusambandið sagði að hann muni samt ferðast með liðinu og vera hluti af leikmannahópnum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á morgun.
💥 ¡Último entrenamiento de España
— Post United (@postunited) June 14, 2024
antes de su debut en la Euro2024!
❌ Laporte no se ha entrenado con el grupo y será baja ante Croacia, aunque viajará con el equipo
pic.twitter.com/SNolsovaqb
Nacho Illaramendi, leikmaður Real Madrid, mun væntanlega taka hans stað í vörninni. Við hans hlið verður líklega Robin Le Normand, leikmaður Real Sociedad. Dani Vivian, hjá Athletic Bilbao, kemur einnig til greina en þetta eru einu miðverðirnir í spænska landsliðshópnum eftir að Pau Cubarsi, leikmaður Barcelona, var látinn sitja eftir heima.
Laporte hefur verið fastamaður í spænska liðinu undanfarin ár, byrjaði fjóra af sex leikjum í undankeppninni og þrjá af fjórum leikjum liðsins á HM 2022.
Spánn og Króatía eigast við á morgun. Liðin mættust í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar á síðasta ári en þar fór Spánn með sigur eftir vítaspyrnukeppni.
Næstu leikir Spánar verða svo gegn Ítalíu og Albaníu, 20. og 24. júní.