Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 15:24 Arnarlax hefur fengið starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Þessar kvíar eru í Patreksfirði. Vísir/Einar Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Sjá meira