Á 90 þúsund servíettur í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2024 20:46 Jóhanna Gunnhildur Stefánsdóttir, servíettusafnari með meiru í Hafnarfirði, sem á um 90 þúsund servíettur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár. Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira