Njarðvíkingar tylla sér á topp Lengjudeildarinnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. júní 2024 21:50 Njarðvík fór upp í efsta sæti deildarinnar eftir 3-0 sigur gegn ÍR. Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Njarðvík tyllir sér á toppinn eftir sigur gegn ÍR. ÍBV sótti Gróttu heim og vann örugglega en Afturelding þurfti að hafa meira fyrir sínum sigri gegn Þrótti. Njarðvík tók á móti ÍR og vann 3-0 stórsigur. Dominik Radic kom heimamönnum yfir á 5. mínútu leiks eftir gott spil upp hægri kantinn. Arnar Ingi Magnússon tvöfaldaði svo forystu þeirra á 21. mínútu. Markið kom beint upp úr hornspyrnu Oumars Diock sem rataði á Arnar Helgi, hann stýrði skallanum í fjærhornið og boltinn söng í netinu. Dominik Radic setti svo sitt annað mark á 87. mínútu eftir að markmaður ÍR varði bylmingsskot Amin Cosic út í teiginn. Njarðvíkingar aftur á sigurbraut og verma toppsætið í bili. Fjölnir er tveimur stigum á eftir þeim en á leik til góða gegn Þór næsta laugardag. Grótta tók á móti ÍBV á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Eyjamenn fóru þar með öruggan sigur, 0-3 lokaniðurstaða. Jón Ingason skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Virkilega laglegt mark með vinstri fæti. Eyjamenn áttu svo annan góðan sprett upp völlinn á 78. mínútu, fundu #20 úti á hægri vængnum, hann kom boltanum fyrir á #24 sem lúrði fjærstönginni og kláraði færið. Afturelding þurfti að hafa fyrir 2-1 sigri sínum gegn Þrótti. Fyrstu tvö mörk leiksins komu með skömmu millibili á 8. og 9. mínútu. Afturelding komst yfir þegar skot Arons Jóhannssonar var varið út í teiginn, Andri Freyr Jónasson rak tánna í boltann og þaðan fór hann yfir línuna. Þróttarar jöfnuðu svo mínútu síðar þegar Gunnar Bergmann Sigurðsson setti boltann óvart í eigið net. Óheppni þar á ferðum sem Afturelding bætti loksins úr á 79. mínútu þegar Sigurpáll Melberg Pálsson stökk upp eftir hornspyrnu og stangaði boltann í netið. Lokatölur 1-2. Lengjudeild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
Njarðvík tók á móti ÍR og vann 3-0 stórsigur. Dominik Radic kom heimamönnum yfir á 5. mínútu leiks eftir gott spil upp hægri kantinn. Arnar Ingi Magnússon tvöfaldaði svo forystu þeirra á 21. mínútu. Markið kom beint upp úr hornspyrnu Oumars Diock sem rataði á Arnar Helgi, hann stýrði skallanum í fjærhornið og boltinn söng í netinu. Dominik Radic setti svo sitt annað mark á 87. mínútu eftir að markmaður ÍR varði bylmingsskot Amin Cosic út í teiginn. Njarðvíkingar aftur á sigurbraut og verma toppsætið í bili. Fjölnir er tveimur stigum á eftir þeim en á leik til góða gegn Þór næsta laugardag. Grótta tók á móti ÍBV á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Eyjamenn fóru þar með öruggan sigur, 0-3 lokaniðurstaða. Jón Ingason skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Virkilega laglegt mark með vinstri fæti. Eyjamenn áttu svo annan góðan sprett upp völlinn á 78. mínútu, fundu #20 úti á hægri vængnum, hann kom boltanum fyrir á #24 sem lúrði fjærstönginni og kláraði færið. Afturelding þurfti að hafa fyrir 2-1 sigri sínum gegn Þrótti. Fyrstu tvö mörk leiksins komu með skömmu millibili á 8. og 9. mínútu. Afturelding komst yfir þegar skot Arons Jóhannssonar var varið út í teiginn, Andri Freyr Jónasson rak tánna í boltann og þaðan fór hann yfir línuna. Þróttarar jöfnuðu svo mínútu síðar þegar Gunnar Bergmann Sigurðsson setti boltann óvart í eigið net. Óheppni þar á ferðum sem Afturelding bætti loksins úr á 79. mínútu þegar Sigurpáll Melberg Pálsson stökk upp eftir hornspyrnu og stangaði boltann í netið. Lokatölur 1-2.
Lengjudeild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira