Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins) Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 13. júní 2024 17:01 Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. Ákvörðunin um lokun Hamarsins var tekin af meirihluta fjölskylduráðs og fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 29. maí sl. Tillagan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og hafði ekki verið kynnt nokkrum manni utan stjórnkerfis bæjarins og meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn. Lokuninni er pakkað inn í víðfeðmari skipulagsbreytingar sem snúa m.a. að því að sameina tómstundastarf fatlaðra og ófatlaðra ungmenna. Skipulagsbreytingar sem hafa ekki verið unnar í neinu samráði við fagfólk, notendur eða minnihluta bæjarstjórnar. Ástæðurnar fyrir lokun Hamarsins eru, að því er virðist, engar. Þær eru hið minnsta ekki að finna í neinum opinberum gögnum. Í minnisblaði sem ákvörðunin byggir á kemur ekkert fram um ástæður lokunarinnar og bæjaryfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að rökstyðja hana með nokkrum hætti, hvorki gagnvart okkur starfsfólki né þeim fjölmörgu ungmennum sem sækja þjónustu Hamarsins. Ákvörðunin virðist hafa verið tekin í algjöru tómarúmi; án samráðs við starfsfólk og notendur og án þess að nokkur greining eða skoðun á starfseminni hafi farið fram. Eftir standa notendur og starfsfólk með spurningar, getgátur og kenningar um það hvaða hvatar gætu hafa legið að baki þessari aðför að ungmennum í Hafnarfirði. Út með útlendinga? Ég á margar góðar minningar úr starfi mínu í Hamrinum. Ein þeirra varð til síðastliðinn vetur þegar ég tók að mér aukavakt á mánudagskvöldi í febrúar. Mánudagskvöld voru tileinkuð Handavinnu-Hamrinum, verkefni sem snerist um að halda utan um hóp ungmenna sem höfðu gaman af eða vildu læra handavinnu. Undir kertaljósinu þetta kvöld sat ég, sem hafði varla snert prjóna síðan á unglingsaldri, og reyndi eftir fremsta megni að kenna stúlku, sem hafði nýlega komið hingað til lands frá Sómalíu, að prjóna. Stúlkan hafði valið að prjóna íslenska lopapeysu og í Hamrinum fékk hún tækifæri til að láta það verða að veruleika, í góðum hópi bæði íslenskra og aðfluttra jafningja. Þetta voru töfrarnir við ungmennahúsið Hamarinn. Hjá okkur gátu öll ungmenni, óháð stöðu og bakgrunni, fundið samastað og notið sín á sínum eigin forsendum. Hamarinn náði góðum árangri í að ná til jaðarsettra ungmenna, veita þeim sjálfstraust og virkja til samfélagsþátttöku. Þessi árangur virðist þó ekki hafa fallið í kramið hjá æðstu stjórnendum Hafnarfjarðarbæjar og meirihluta bæjarstjórnar. Sá sem hér skrifar hefur ítrekað orðið var við orðróma innan úr herbúðum meirihlutans í bæjarstjórn um að í Hamrinum séu ekkert nema útlendingar. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir gekk langt í að staðfesta þessa afstöðu meirihlutans á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní sl., þegar hún opinberaði þá skoðun sína að setja ætti á laggirnar sérstakt úrræði á vegum ríkisins fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Má rekja niðurlagningu Hamarsins til útlendingaandúðar meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Við vitum það ekki. Það eina sem við höfum í höndunum eru uppsagnarbréf og getgátur. Ýmsar aðrar getgátur eru á sveimi, t.a.m. er snúa að húsnæðismálum. Sveitarfélagið hafi lent í vandræðum með því að hafa tekið í rekstur allt of stór húsnæði við Selhellu og í gamla Lækjarskóla og skítareddingin sé sú að skipta ungmennahúsinu Hamrinum í tvennt og koma starfseminni fyrir þar. Skipulagsbreytingar vegna húsnæðismála réttláta þó ekki að stofnun sé lögð niður og starfsfólki sagt upp, svo sú skýring verður að teljast hæpin. Þriðja skýringin, e.t.v. sú galnasta af þeim öllum, er að meirihluti bæjarstjórnar hafi með þessari ákvörðun viljað losa sig við ákveðna starfsmenn sem honum er ekki þóknanlegur af pólitískum ástæðum. Þá hugsun vil ég helst ekki hugsa til enda. Fagþekkingu kastað á glæ Í yfirlýsingu frá stjórn og starfsfólki Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, segir að það hafi verið „aðdáunarvert að fylgjast með faglegri þróun á starfi [Hamarsins] sem hefur verið fordæmisgefandi fyrir önnur ungmennahús á landinu.“ Enn fremur segir að þegar Samfés hafi fengið heimsóknir frá erlendum fagaðilum „hafa þau iðulega óskað sérstaklega eftir að fá kynningu á starfsemi þessa ungmennahúss,“ og að Hamarinn hafi „getið sér gott orðspor hér heima við og á erlendri grundu fyrir framsækið og metnaðarfullt starf í þágu ungmenna.“ Þá segir að nái þessi ákvörðun fram að ganga sé „ljóst að mikil fagþekking og reynsla af starfi með börnum og ungmennum tapist og er það ekki einungis missir fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði heldur allan tómstunda- og frístundavettvanginn á landsvísu.“ Þrátt fyrir varnaðarorð Samfés, mótmæli hafnfirskra ungmenna og örvæntingarfull og persónuleg bréf til bæjarstjórnar frá notendum Hamarsins, ákvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að fella tillögu Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní um að draga ákvörðunina um lokun Hamarsins til baka. Ungmennahúsinu verður því lokað frá og með 15. ágúst nk. og alls ekkert liggur fyrir um hvers konar þjónusta tekur við fyrir hafnfirsk ungmenni eða hvar hún verður til húsa. Höfundur er starfsmaður Hamarsins ungmennahúss til fimm ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Sjá meira
Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. Ákvörðunin um lokun Hamarsins var tekin af meirihluta fjölskylduráðs og fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 29. maí sl. Tillagan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og hafði ekki verið kynnt nokkrum manni utan stjórnkerfis bæjarins og meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn. Lokuninni er pakkað inn í víðfeðmari skipulagsbreytingar sem snúa m.a. að því að sameina tómstundastarf fatlaðra og ófatlaðra ungmenna. Skipulagsbreytingar sem hafa ekki verið unnar í neinu samráði við fagfólk, notendur eða minnihluta bæjarstjórnar. Ástæðurnar fyrir lokun Hamarsins eru, að því er virðist, engar. Þær eru hið minnsta ekki að finna í neinum opinberum gögnum. Í minnisblaði sem ákvörðunin byggir á kemur ekkert fram um ástæður lokunarinnar og bæjaryfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að rökstyðja hana með nokkrum hætti, hvorki gagnvart okkur starfsfólki né þeim fjölmörgu ungmennum sem sækja þjónustu Hamarsins. Ákvörðunin virðist hafa verið tekin í algjöru tómarúmi; án samráðs við starfsfólk og notendur og án þess að nokkur greining eða skoðun á starfseminni hafi farið fram. Eftir standa notendur og starfsfólk með spurningar, getgátur og kenningar um það hvaða hvatar gætu hafa legið að baki þessari aðför að ungmennum í Hafnarfirði. Út með útlendinga? Ég á margar góðar minningar úr starfi mínu í Hamrinum. Ein þeirra varð til síðastliðinn vetur þegar ég tók að mér aukavakt á mánudagskvöldi í febrúar. Mánudagskvöld voru tileinkuð Handavinnu-Hamrinum, verkefni sem snerist um að halda utan um hóp ungmenna sem höfðu gaman af eða vildu læra handavinnu. Undir kertaljósinu þetta kvöld sat ég, sem hafði varla snert prjóna síðan á unglingsaldri, og reyndi eftir fremsta megni að kenna stúlku, sem hafði nýlega komið hingað til lands frá Sómalíu, að prjóna. Stúlkan hafði valið að prjóna íslenska lopapeysu og í Hamrinum fékk hún tækifæri til að láta það verða að veruleika, í góðum hópi bæði íslenskra og aðfluttra jafningja. Þetta voru töfrarnir við ungmennahúsið Hamarinn. Hjá okkur gátu öll ungmenni, óháð stöðu og bakgrunni, fundið samastað og notið sín á sínum eigin forsendum. Hamarinn náði góðum árangri í að ná til jaðarsettra ungmenna, veita þeim sjálfstraust og virkja til samfélagsþátttöku. Þessi árangur virðist þó ekki hafa fallið í kramið hjá æðstu stjórnendum Hafnarfjarðarbæjar og meirihluta bæjarstjórnar. Sá sem hér skrifar hefur ítrekað orðið var við orðróma innan úr herbúðum meirihlutans í bæjarstjórn um að í Hamrinum séu ekkert nema útlendingar. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir gekk langt í að staðfesta þessa afstöðu meirihlutans á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní sl., þegar hún opinberaði þá skoðun sína að setja ætti á laggirnar sérstakt úrræði á vegum ríkisins fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Má rekja niðurlagningu Hamarsins til útlendingaandúðar meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Við vitum það ekki. Það eina sem við höfum í höndunum eru uppsagnarbréf og getgátur. Ýmsar aðrar getgátur eru á sveimi, t.a.m. er snúa að húsnæðismálum. Sveitarfélagið hafi lent í vandræðum með því að hafa tekið í rekstur allt of stór húsnæði við Selhellu og í gamla Lækjarskóla og skítareddingin sé sú að skipta ungmennahúsinu Hamrinum í tvennt og koma starfseminni fyrir þar. Skipulagsbreytingar vegna húsnæðismála réttláta þó ekki að stofnun sé lögð niður og starfsfólki sagt upp, svo sú skýring verður að teljast hæpin. Þriðja skýringin, e.t.v. sú galnasta af þeim öllum, er að meirihluti bæjarstjórnar hafi með þessari ákvörðun viljað losa sig við ákveðna starfsmenn sem honum er ekki þóknanlegur af pólitískum ástæðum. Þá hugsun vil ég helst ekki hugsa til enda. Fagþekkingu kastað á glæ Í yfirlýsingu frá stjórn og starfsfólki Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, segir að það hafi verið „aðdáunarvert að fylgjast með faglegri þróun á starfi [Hamarsins] sem hefur verið fordæmisgefandi fyrir önnur ungmennahús á landinu.“ Enn fremur segir að þegar Samfés hafi fengið heimsóknir frá erlendum fagaðilum „hafa þau iðulega óskað sérstaklega eftir að fá kynningu á starfsemi þessa ungmennahúss,“ og að Hamarinn hafi „getið sér gott orðspor hér heima við og á erlendri grundu fyrir framsækið og metnaðarfullt starf í þágu ungmenna.“ Þá segir að nái þessi ákvörðun fram að ganga sé „ljóst að mikil fagþekking og reynsla af starfi með börnum og ungmennum tapist og er það ekki einungis missir fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði heldur allan tómstunda- og frístundavettvanginn á landsvísu.“ Þrátt fyrir varnaðarorð Samfés, mótmæli hafnfirskra ungmenna og örvæntingarfull og persónuleg bréf til bæjarstjórnar frá notendum Hamarsins, ákvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að fella tillögu Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní um að draga ákvörðunina um lokun Hamarsins til baka. Ungmennahúsinu verður því lokað frá og með 15. ágúst nk. og alls ekkert liggur fyrir um hvers konar þjónusta tekur við fyrir hafnfirsk ungmenni eða hvar hún verður til húsa. Höfundur er starfsmaður Hamarsins ungmennahúss til fimm ára.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun