„Betur borgandi ferðamenn“ Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 13. júní 2024 16:00 Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu. Þessi klisja felur það í sér að Ísland eigi að einbeita sér að því að laða „betur borgandi ferðamenn” til landsins. Þetta verður sérstaklega áberandi, þegar skóinn kreppir að. Þá er þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar, sem hinn einni sanni bjargvættur. Hins vegar er það svo, að þessi „betur borgandi” ferðamaður hefur aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði. Hver er þessi „betur borgandi ferðamaður” eiginlega? Er það sá sem er tilbúinn að kaupa sömu þjónustu á hærra verði en einhver annar? Er það sá sem er tilbúinn að borga alltaf það sem upp er sett og kærir sig kollóttan um samband verðs og gæða? Er það sá sem kaupir mikla þjónustu? Er það sá sem helst kaupir dýra þjónustu? Er það sá sem dvelur lengi á landinu, ferðast um það vítt og breitt og kaupir alls konar þjónustu um allt land? Er það viðskiptaferðamaður? Er það ráðstefnugestur? Er það hvataferðamaður? Er það innlendur ferðamaður? Rof á sambandi verðs og gæða Það má færa fyrir því góð rök að flestir ferðamenn sem koma til Íslands séu að „borga betur” heldur en þeir myndu gera á öðrum áfangastöðum. Ísland er á flestum tímum hlutfallslega rándýrt ferðamannaland og rekst öðru hvoru upp í verðþakið, eins og nú virðist vera tilfellið. Ástæður fyrir því eru fjölmargar, en oft er um að ræða háan launakostnað, óhóflega skattlagningu, háan fjármagnskostnað, of sterka krónu og vissulega kemur það fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki fari fram úr sér í verðlagningu. Þessi árekstur við verðþakið verður einkum þegar samband verðs og gæða rofnar, í samanburði við þá áfangastaði sem við keppum við. Samkeppnishæfnin húrrar niður. Í þessu ástandi eru margir sem grípa í það að fyrst svona er, þá þurfum við bara að ná til „betur borgandi” ferðamanna. Það mætti skilja sem svo að það hljóti að vera einhverjir þarna úti, sem eru til í að borga hvað sem er fyrir hvað sem er. Það er augljóslega úr lausu lofti gripið, þar sem slíkir ferðamenn eru ekki til. Því er þessi nálgun aldrei lausn og frasinn kannski innantómur? Takmarkað framboð af lúxus Ef við hugsum málið aðeins, þá held ég hins vegar að margir gætu verið að meina ferðamenn sem kaupa mikla og dýra þjónustu og jafnvel vörur. Þessir ferðamenn kaupa bestu gistingu sem er í boði, borða góðan mat á fínum veitingahúsum, drekka dýr vín, eru gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum, kaupa dýra afþreyingu, kaupa merkjavöru og skilja almennt mikið eftir sig í hagkerfinu. Þeir eru tilbúnir að „borga betur” en auðvitað einungis fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þetta eru vissulega frábærir viðskiptavinir - en við gætum hins vegar, miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum - aldrei sinnt þessum markhópi eingöngu. Hvað þá að hann sé skammtímalausn í niðursveiflu. Hins vegar gæti það verið ágætis langtímamarkmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara á landinu. Venjulegir ferðamenn borga vel En hvaða hópar eru það þá sem eru verðmætastir fyrir Ísland miðað við þá innviði og það þjónustuframboð sem við búum yfir í dag og raunhæft er að ná til? Það er að mínu mati í raun einfalt - það eru þeir hópar ferðamanna sem dvelja hér lengi, bera virðingu fyrir náttúru landsins og menningu, ferðast sem víðast, kaupa þjónustu af innlendum ferðaskipuleggjendum og flugfélögum frekar en erlendum, kaupa gistingu, leigja bílaleigubíl eða ferðast með hópferðabílum, borða á veitingastöðum, kaupa afþreyingu, fara á söfn og kaupa leiðsögn innlends fagfólks þegar það á við. Þetta á sem betur fer við um stóran hluta þeirra ferðamanna sem hafa verið að koma til Íslands síðustu áratugina. Þetta eru “venjulegir” ferðamenn sem borga vel - en láta það vel í ljós, þegar gæðin eru ekki í samræmi við verðlagið. Hinir klassísku þættir markaðsfærslu eru enn í fullu gildi. Varan, verðið, dreifingin og kynningin þurfa að vera í samræmi og í lagi. Við þurfum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort við erum einhvers staðar að klikka á grunnatriðunum. Höfundur er fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu. Þessi klisja felur það í sér að Ísland eigi að einbeita sér að því að laða „betur borgandi ferðamenn” til landsins. Þetta verður sérstaklega áberandi, þegar skóinn kreppir að. Þá er þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar, sem hinn einni sanni bjargvættur. Hins vegar er það svo, að þessi „betur borgandi” ferðamaður hefur aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði. Hver er þessi „betur borgandi ferðamaður” eiginlega? Er það sá sem er tilbúinn að kaupa sömu þjónustu á hærra verði en einhver annar? Er það sá sem er tilbúinn að borga alltaf það sem upp er sett og kærir sig kollóttan um samband verðs og gæða? Er það sá sem kaupir mikla þjónustu? Er það sá sem helst kaupir dýra þjónustu? Er það sá sem dvelur lengi á landinu, ferðast um það vítt og breitt og kaupir alls konar þjónustu um allt land? Er það viðskiptaferðamaður? Er það ráðstefnugestur? Er það hvataferðamaður? Er það innlendur ferðamaður? Rof á sambandi verðs og gæða Það má færa fyrir því góð rök að flestir ferðamenn sem koma til Íslands séu að „borga betur” heldur en þeir myndu gera á öðrum áfangastöðum. Ísland er á flestum tímum hlutfallslega rándýrt ferðamannaland og rekst öðru hvoru upp í verðþakið, eins og nú virðist vera tilfellið. Ástæður fyrir því eru fjölmargar, en oft er um að ræða háan launakostnað, óhóflega skattlagningu, háan fjármagnskostnað, of sterka krónu og vissulega kemur það fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki fari fram úr sér í verðlagningu. Þessi árekstur við verðþakið verður einkum þegar samband verðs og gæða rofnar, í samanburði við þá áfangastaði sem við keppum við. Samkeppnishæfnin húrrar niður. Í þessu ástandi eru margir sem grípa í það að fyrst svona er, þá þurfum við bara að ná til „betur borgandi” ferðamanna. Það mætti skilja sem svo að það hljóti að vera einhverjir þarna úti, sem eru til í að borga hvað sem er fyrir hvað sem er. Það er augljóslega úr lausu lofti gripið, þar sem slíkir ferðamenn eru ekki til. Því er þessi nálgun aldrei lausn og frasinn kannski innantómur? Takmarkað framboð af lúxus Ef við hugsum málið aðeins, þá held ég hins vegar að margir gætu verið að meina ferðamenn sem kaupa mikla og dýra þjónustu og jafnvel vörur. Þessir ferðamenn kaupa bestu gistingu sem er í boði, borða góðan mat á fínum veitingahúsum, drekka dýr vín, eru gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum, kaupa dýra afþreyingu, kaupa merkjavöru og skilja almennt mikið eftir sig í hagkerfinu. Þeir eru tilbúnir að „borga betur” en auðvitað einungis fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þetta eru vissulega frábærir viðskiptavinir - en við gætum hins vegar, miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum - aldrei sinnt þessum markhópi eingöngu. Hvað þá að hann sé skammtímalausn í niðursveiflu. Hins vegar gæti það verið ágætis langtímamarkmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara á landinu. Venjulegir ferðamenn borga vel En hvaða hópar eru það þá sem eru verðmætastir fyrir Ísland miðað við þá innviði og það þjónustuframboð sem við búum yfir í dag og raunhæft er að ná til? Það er að mínu mati í raun einfalt - það eru þeir hópar ferðamanna sem dvelja hér lengi, bera virðingu fyrir náttúru landsins og menningu, ferðast sem víðast, kaupa þjónustu af innlendum ferðaskipuleggjendum og flugfélögum frekar en erlendum, kaupa gistingu, leigja bílaleigubíl eða ferðast með hópferðabílum, borða á veitingastöðum, kaupa afþreyingu, fara á söfn og kaupa leiðsögn innlends fagfólks þegar það á við. Þetta á sem betur fer við um stóran hluta þeirra ferðamanna sem hafa verið að koma til Íslands síðustu áratugina. Þetta eru “venjulegir” ferðamenn sem borga vel - en láta það vel í ljós, þegar gæðin eru ekki í samræmi við verðlagið. Hinir klassísku þættir markaðsfærslu eru enn í fullu gildi. Varan, verðið, dreifingin og kynningin þurfa að vera í samræmi og í lagi. Við þurfum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort við erum einhvers staðar að klikka á grunnatriðunum. Höfundur er fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun