Jóhanna segir að verið sé að vinna að því að djúphreinsa stigaganginn og allar íbúðirnar. Þrífa þurfi alla skápa, húsgögn og svo framvegis. Eldurinn kviknaði á fyrstu hæð en íbúð Jóhönnu er á þriðju. Málið sé leiðinlegt, „ég er sko með börn og dýr, þannig ég get ekki verið þarna, ég kemst ekki heim alveg strax,“ segir Jóhanna.



