Sagðist ekki hafa slegið eiginkonuna heldur sjálfan sig með pönnu Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júní 2024 08:22 Mðaurinn var sakfelldur fyrir að slá fyrrverandi eiginkonu sína með pönnu. Getty Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni. Bæði brotin áttu sér stað á heimili þeirra í Kópavogi. Annar svegar í byrjun janúar 2022 og svo á aðfangadag 2022. Manninum var í fyrra brotinu gefið að sök að ráðast á konuna með því að slá hana ítrekað með steikarpönnu, sem vó rétt rúmt kíló, í höfuðið, öxl og olnboga. Fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka, meðal annars fjögurra millimetra djúpan skurð eða húðsprettur á hvirfli. Í seinna brotinu var hann ákærður fyrir að slá konuna tvisvar sinnum með flötum lífa í háls og eyra. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Fékk að dvelja í skamman tíma en tók yfir heimilið Í dómi héraðsdóms er greint frá því að konan hafi sagt við rannsóknarlögreglumann að þau hefðu skilið árið 2019. Aðdragandi brotsins væri sá að nokkrum vikum fyrir fyrra atvikið hafði hann fengið leyfi hjá henni að dvelja í skamman tíma á heimilinu. Hann hefði hins vegar ílengst og flutt inn á hana án hennar samþykkis, með tímanum lagt undir sig heimilið og verið erfiður vegna áfengisneyslu og yfirgangs. Það hafi endað þannig að eina nótt hafi þau orðið sundurorða útaf hegðun hans og það endað með að hann hafi lamið hana með steikarpönnunnu líkt og áður segir. Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu þar sem hann sagðist ekki kannast við að hafa dvalist í leyfisleysi í íbúðinni heldur sagði hann konuna vilja hafa sig þar. Hann sagðist ekki hafa lagt hendur á hana eða slegið með steikarpönnu. Þvert á móti hafi hann lamið sjálfan sig með pönnunni sem gæti skýrt að hún hefði verið blóðug. Þá sagðist hann telja að hún hefði veitt sjálfri sér áverka. Hann samþykkti að koma ekki nærri heimili hennar næstu fjóra mánuði. Fyrir dómi lýsti maðurinn atvikinu með öðrum hætti. Hann vildi meina að hann hefði verið að elda að næturlægi og konan orðið ósátt með það. Hún hefði gripið um pönnuna og þau tekist á um hana. Það hafi leitt til þess að matarolía slettist á hann, og þá hafi hann látið undan. Síðan hafi hún helt brenndandi heitri matarolíu á bakið á honum. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði óttast um líf sitt þegar hann réðst á hana. Vatnsglas miðlægt í málinu Líkt og áður segir átti seinna atvikið sér stað á aðfangadag 2021. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hafi verið liggjandi að hlusta á tónlist þegar hún hafi skyndilega sótt glas með köldu vatni og helt því yfir hann. Þá hafi hann risið á fætur og ýtt við henni en ekki lamið hana. Hann hafi beðið hana um annað vatnsglas og hún komið með það, en lagt það harkalega frá sér á borð þannig að það brotnaði. Síðan hafi hann orðið leiður og skorið sjálfan sig með glerbroti. Konan lýsti atvikinu þannig að hún hefði fært honum vatnsglas og hann misst það þannig það brotnaði á gólfinu. Hann hafi slegið hana af tilefnislausu fjórum sinnum í andlitið. Óskýr og ósannfærandi Í báðum málum mat dómurinn framburð konunnar mjög trúverðugan. Hins vegar þótti dómnum frásögn mannsins óskýr og ósannfærandi. Framburðurinn bæri þess merki að hann væri að reyna að gera sem minnst úr sínum hlut og um leið gera meira úr hlut konunnar með neikvæðum hætti og henni í óhag. Dómnum þótti sannað að hann hefði framið brotin og dæmdi manninn í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða konunni eina milljón í miskabætur og tæpar 2,2 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bæði brotin áttu sér stað á heimili þeirra í Kópavogi. Annar svegar í byrjun janúar 2022 og svo á aðfangadag 2022. Manninum var í fyrra brotinu gefið að sök að ráðast á konuna með því að slá hana ítrekað með steikarpönnu, sem vó rétt rúmt kíló, í höfuðið, öxl og olnboga. Fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka, meðal annars fjögurra millimetra djúpan skurð eða húðsprettur á hvirfli. Í seinna brotinu var hann ákærður fyrir að slá konuna tvisvar sinnum með flötum lífa í háls og eyra. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Fékk að dvelja í skamman tíma en tók yfir heimilið Í dómi héraðsdóms er greint frá því að konan hafi sagt við rannsóknarlögreglumann að þau hefðu skilið árið 2019. Aðdragandi brotsins væri sá að nokkrum vikum fyrir fyrra atvikið hafði hann fengið leyfi hjá henni að dvelja í skamman tíma á heimilinu. Hann hefði hins vegar ílengst og flutt inn á hana án hennar samþykkis, með tímanum lagt undir sig heimilið og verið erfiður vegna áfengisneyslu og yfirgangs. Það hafi endað þannig að eina nótt hafi þau orðið sundurorða útaf hegðun hans og það endað með að hann hafi lamið hana með steikarpönnunnu líkt og áður segir. Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu þar sem hann sagðist ekki kannast við að hafa dvalist í leyfisleysi í íbúðinni heldur sagði hann konuna vilja hafa sig þar. Hann sagðist ekki hafa lagt hendur á hana eða slegið með steikarpönnu. Þvert á móti hafi hann lamið sjálfan sig með pönnunni sem gæti skýrt að hún hefði verið blóðug. Þá sagðist hann telja að hún hefði veitt sjálfri sér áverka. Hann samþykkti að koma ekki nærri heimili hennar næstu fjóra mánuði. Fyrir dómi lýsti maðurinn atvikinu með öðrum hætti. Hann vildi meina að hann hefði verið að elda að næturlægi og konan orðið ósátt með það. Hún hefði gripið um pönnuna og þau tekist á um hana. Það hafi leitt til þess að matarolía slettist á hann, og þá hafi hann látið undan. Síðan hafi hún helt brenndandi heitri matarolíu á bakið á honum. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði óttast um líf sitt þegar hann réðst á hana. Vatnsglas miðlægt í málinu Líkt og áður segir átti seinna atvikið sér stað á aðfangadag 2021. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hafi verið liggjandi að hlusta á tónlist þegar hún hafi skyndilega sótt glas með köldu vatni og helt því yfir hann. Þá hafi hann risið á fætur og ýtt við henni en ekki lamið hana. Hann hafi beðið hana um annað vatnsglas og hún komið með það, en lagt það harkalega frá sér á borð þannig að það brotnaði. Síðan hafi hann orðið leiður og skorið sjálfan sig með glerbroti. Konan lýsti atvikinu þannig að hún hefði fært honum vatnsglas og hann misst það þannig það brotnaði á gólfinu. Hann hafi slegið hana af tilefnislausu fjórum sinnum í andlitið. Óskýr og ósannfærandi Í báðum málum mat dómurinn framburð konunnar mjög trúverðugan. Hins vegar þótti dómnum frásögn mannsins óskýr og ósannfærandi. Framburðurinn bæri þess merki að hann væri að reyna að gera sem minnst úr sínum hlut og um leið gera meira úr hlut konunnar með neikvæðum hætti og henni í óhag. Dómnum þótti sannað að hann hefði framið brotin og dæmdi manninn í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða konunni eina milljón í miskabætur og tæpar 2,2 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira