Áhugaverðar ákvarðanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. júní 2024 17:00 Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun