„Hefði átt að setja þrjú þannig ég er bara ósátt með það“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. júní 2024 21:46 Jasmín Erla Ingadóttir skoraði þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar en hefur verið frá í smá tíma. Hún kom sterk inn af bekknum í kvöld og skoraði tvö mörk. vísir/Anton Valur tryggði farseðilinn í undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna í kvöld þegar þær sóttu sex marka sigur á Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Safamýrinni. „Gott að koma og komast áfram í undanúrslit. Það er alltaf helvíti fínt.“ Sagði Jasmín Erla Ingadóttir sóknarmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur leiddi með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en mættu svo út í síðari hálfleikinn og settu fjögur í viðbót. „Það er nú bara mjög oft þannig í leikjum að leikirnir opnast í seinni hálfleik þannig það var ekkert öðruvísi í dag. Kannski voru þær farnar að þreytast og þá er gott að eiga ferska fætur á bekknum.“ Ósátt að hafa ekki sett þrennu Innkoma Jasmín Erlu var virkilega öflug en hún setti tvö mörk og var svekkt að setja ekki þriðja markið þó svo að Pétur hafi ekki skipt henni inn á framarlega á vellinum. „Hann [Pétur Pétursson þjálfari Vals] setti mig allavega ekki framarlega svo ég veit ekki hvort að hann hafi ætlast til að ég væri að fara skora en ég hefði átt að setja þrjú þannig ég er bara ósátt með það.“ Jasmín Erla Ingadóttir meiddist í upphafi móts þegar hún fékk höfuðhögg í leik gegn Keflavík í Bestu deild kvenna. Jasmín Erla hefur verið að koma hægt og rólega tilbaka eftir höfuðhöggið og því vert að spyrja hvernig líðan væri. „Mjög góð. Ég er bara að komast aftur á skrið og mikilvægt að fá mínútur og tikka þeim inn. Ég þarf bara að koma mér aftur í gott stand.“ „Ég hefði viljað fá fleiri mínútur en sjúkraþjálfarinn var ekki til í það. Ég spilaði 45 mínútur á laugardaginn svo það var kannski of stutt á milli leikja til að fara í eitthvað meira.“ Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
„Gott að koma og komast áfram í undanúrslit. Það er alltaf helvíti fínt.“ Sagði Jasmín Erla Ingadóttir sóknarmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur leiddi með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en mættu svo út í síðari hálfleikinn og settu fjögur í viðbót. „Það er nú bara mjög oft þannig í leikjum að leikirnir opnast í seinni hálfleik þannig það var ekkert öðruvísi í dag. Kannski voru þær farnar að þreytast og þá er gott að eiga ferska fætur á bekknum.“ Ósátt að hafa ekki sett þrennu Innkoma Jasmín Erlu var virkilega öflug en hún setti tvö mörk og var svekkt að setja ekki þriðja markið þó svo að Pétur hafi ekki skipt henni inn á framarlega á vellinum. „Hann [Pétur Pétursson þjálfari Vals] setti mig allavega ekki framarlega svo ég veit ekki hvort að hann hafi ætlast til að ég væri að fara skora en ég hefði átt að setja þrjú þannig ég er bara ósátt með það.“ Jasmín Erla Ingadóttir meiddist í upphafi móts þegar hún fékk höfuðhögg í leik gegn Keflavík í Bestu deild kvenna. Jasmín Erla hefur verið að koma hægt og rólega tilbaka eftir höfuðhöggið og því vert að spyrja hvernig líðan væri. „Mjög góð. Ég er bara að komast aftur á skrið og mikilvægt að fá mínútur og tikka þeim inn. Ég þarf bara að koma mér aftur í gott stand.“ „Ég hefði viljað fá fleiri mínútur en sjúkraþjálfarinn var ekki til í það. Ég spilaði 45 mínútur á laugardaginn svo það var kannski of stutt á milli leikja til að fara í eitthvað meira.“
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira