„Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna“ Hinrik Wöhler skrifar 11. júní 2024 19:53 Guðni var svekktur með tapið en sagði sitt lið á góðri siglingu. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þurfti að játa sig sigraðan þegar FH mætti Þór/KA í 8-liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það var Sandra María Jessen sem tryggði Þór/KA farseðilinn í undanúrslit með marki á 48. mínútu. „Spilamennskan var upp og niður, mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Hann var taktísk skák milli liðanna, út frá því hvernig liðin lögðu leikinn upp. Við fórum aðeins yfir hlutina í hálfleik en ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki góð byrjun á leiknum,“ sagði Guðni um leikinn í dag. „Við reyndum í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis stöður inn á vellinum en mér fannst engu að síður að það vantaði lokasendinguna á síðasta þriðjung. Við fáum vissulega vítaspyrnu og það dugar oftar en ekki til að koma marki í leikinn en við misnotuðum hana og skoruðum ekki mark í leiknum. Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna,“ bætti Guðni við. FH er á góðri siglingu Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en Þór/KA komst yfir skömmu eftir hálfleik. FH fékk tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar en Shelby Money í marki Þór/KA varði spyrnu Andreu Hauksdóttur. „Þór/KA lagði leikinn vel upp, þær þvinguðu kantmenn okkar til að fara aftar á völlinn og það þýddi að það var ákveðið bit farið þegar við vinnum boltann. Við ætluðum að laga það í hálfleiknum en svo fáum við mark í andlitið og það breytir leiknum. Mörk breyta leikjum og það gerði það í dag,“ sagði Guðni. Guðni var þó sáttur með varnarleikinn í dag og var frammistaðan talsvert betri en þegar liðin mættust í deildinni í lok apríl en sá leikur endaði með 4-0 sigri Þór/KA. „Mér fannst Þór/KA ekki vera að skapa sér mikið í 90 mínútur, þær fengu ekki mörg færi á móti okkur. Við töpum 4-0 síðast á móti þeim. FH er á góðri siglingu og við náum að tengja góðar frammistöður leik eftir leik og erum ágætis stað í dag. Nú er bikarinn frá og næsti leikur á laugardag í deild og við ætlum okkur sigur þar,“ sagði Guðni að lokum. Mjólkurbikar kvenna FH Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það var Sandra María Jessen sem tryggði Þór/KA farseðilinn í undanúrslit með marki á 48. mínútu. „Spilamennskan var upp og niður, mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Hann var taktísk skák milli liðanna, út frá því hvernig liðin lögðu leikinn upp. Við fórum aðeins yfir hlutina í hálfleik en ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki góð byrjun á leiknum,“ sagði Guðni um leikinn í dag. „Við reyndum í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis stöður inn á vellinum en mér fannst engu að síður að það vantaði lokasendinguna á síðasta þriðjung. Við fáum vissulega vítaspyrnu og það dugar oftar en ekki til að koma marki í leikinn en við misnotuðum hana og skoruðum ekki mark í leiknum. Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna,“ bætti Guðni við. FH er á góðri siglingu Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en Þór/KA komst yfir skömmu eftir hálfleik. FH fékk tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar en Shelby Money í marki Þór/KA varði spyrnu Andreu Hauksdóttur. „Þór/KA lagði leikinn vel upp, þær þvinguðu kantmenn okkar til að fara aftar á völlinn og það þýddi að það var ákveðið bit farið þegar við vinnum boltann. Við ætluðum að laga það í hálfleiknum en svo fáum við mark í andlitið og það breytir leiknum. Mörk breyta leikjum og það gerði það í dag,“ sagði Guðni. Guðni var þó sáttur með varnarleikinn í dag og var frammistaðan talsvert betri en þegar liðin mættust í deildinni í lok apríl en sá leikur endaði með 4-0 sigri Þór/KA. „Mér fannst Þór/KA ekki vera að skapa sér mikið í 90 mínútur, þær fengu ekki mörg færi á móti okkur. Við töpum 4-0 síðast á móti þeim. FH er á góðri siglingu og við náum að tengja góðar frammistöður leik eftir leik og erum ágætis stað í dag. Nú er bikarinn frá og næsti leikur á laugardag í deild og við ætlum okkur sigur þar,“ sagði Guðni að lokum.
Mjólkurbikar kvenna FH Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira