Ákvörðunin skref í rétta átt Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2024 12:07 Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. Með leyfinu er Hval hf. gert kleift að veiða 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. Í tilkynningu frá ráðherra segir að veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir leyfisveitinguna vera vonbrigði en skref í rétta átt. „Hún fækkar umtalsvert þeim dýrum sem hægt er að veiða, 99 dýr. Hún veitir bara leyfi til eins árs eins og ég skil þetta. Þannig hún reynir að fara þarna einhvern milliveg. Svo er það að sjá hvort Kristján Loftsson telur þetta vera þess virði að halda þessu áfram. Bara leiðinlegt að geta ekki lokað á þetta, því miður. En svona er lífið,“ segir Árni. Hann segir gott að leyfið gildi aðeins í eitt ár en ekki fimm til tíu ár líkt og forsvarsmenn Hvals hf. höfðu óskað eftir. „Ég var að vona að hún myndi ekki veita leyfi. En ég vissi líka að hún væri undir gríðarlegum þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum sérstaklega. Maður veit aldrei hverju maður á von á, en þetta er ekki eins slæmt og hefur oft verið,“ segir Árni. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Hvalir Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. 11. júní 2024 11:53 Röng ákvörðun ráðherra Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. 11. júní 2024 12:01 Vaktin: Bjarkey gefur grænt ljós á hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á 128 langreyðum. Bjareky kynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og ræddi að því loknu við fjölmiðla. 11. júní 2024 10:19 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Með leyfinu er Hval hf. gert kleift að veiða 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. Í tilkynningu frá ráðherra segir að veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir leyfisveitinguna vera vonbrigði en skref í rétta átt. „Hún fækkar umtalsvert þeim dýrum sem hægt er að veiða, 99 dýr. Hún veitir bara leyfi til eins árs eins og ég skil þetta. Þannig hún reynir að fara þarna einhvern milliveg. Svo er það að sjá hvort Kristján Loftsson telur þetta vera þess virði að halda þessu áfram. Bara leiðinlegt að geta ekki lokað á þetta, því miður. En svona er lífið,“ segir Árni. Hann segir gott að leyfið gildi aðeins í eitt ár en ekki fimm til tíu ár líkt og forsvarsmenn Hvals hf. höfðu óskað eftir. „Ég var að vona að hún myndi ekki veita leyfi. En ég vissi líka að hún væri undir gríðarlegum þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum sérstaklega. Maður veit aldrei hverju maður á von á, en þetta er ekki eins slæmt og hefur oft verið,“ segir Árni.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Hvalir Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. 11. júní 2024 11:53 Röng ákvörðun ráðherra Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. 11. júní 2024 12:01 Vaktin: Bjarkey gefur grænt ljós á hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á 128 langreyðum. Bjareky kynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og ræddi að því loknu við fjölmiðla. 11. júní 2024 10:19 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. 11. júní 2024 11:53
Röng ákvörðun ráðherra Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. 11. júní 2024 12:01
Vaktin: Bjarkey gefur grænt ljós á hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á 128 langreyðum. Bjareky kynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og ræddi að því loknu við fjölmiðla. 11. júní 2024 10:19