Skoða að hefja gjaldtöku við Gróttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2024 06:45 Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segist íhuga gjaldtöku við Gróttu. Vilhelm/Getty Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar íhugar nú að hefja gjaldtöku á bílastæðinu við Gróttuvita á Seltjarnarnesi en ágangur ferðamanna á svæðinu hefur verið íbúum til mikillar mæðu undanfarin ár. Þetta staðfestir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, í samtali við Vísi en hann segir málið nú vera á borði sínu. Hann segir kvartanir íbúa undan fjölda ferðamanna á svæðinu ekki vera nýtt af nálinni en töluverður fjöldi sækir Gróttu heim á hverjum degi. Erlendir ferðamenn koma þangað gjarnan með stærðarinnar rútum eða bílaleigubílum. Dæmi um að fólk skilji eftir matarumbúðir á svæðinu Hann ítrekar að mikilvægast sé að standa vörð um þá einstöku náttúru sem er á svæðinu og biðlar til fólks að ganga vel um svæðið og bera virðingu fyrir náttúrunni. Þór segir það allt of algengt að fólk skilji eftir matarumbúðir á svæðinu. „Ég hef að sjálfsögðu orðið var við þetta. Þetta hefur verið svona undanfarin ár. Við erum að skoða alls konar möguleika í þessu sambandi. Eitt af því er möguleg gjaldtaka á svæðið þannig að þú getir verið með bifreið á svæðinu í ákveðinn tíma en ert síðan rukkaður ef þú ferð fram yfir það,“ segir Þórður. Tekjurnar yrðu eyrnamerktar Hann segir að þetta gæti aflað tekna til sveitarfélagsins og bætir við að þær tekjur yrðu líklegast nýttar í að byggja upp svæðið. „Það væri gott að eyrnamerkja þetta þannig. Það hafa verið menn að gista þarna í tjaldbílum og öðru en þetta er auðvitað ekki ætlað til þess svo við viljum sporna við því,“ segir hann en ítrekar að þessi áform séu öll á hugmyndastigi en muni síðan rata fyrir bæjarráð. Hann segir að það sé hægt að líkja fyrirhugaðri gjaldtöku á svæðinu við þá sem er á Keflavíkurflugvelli þar sem þú getur komið inn á bílastæðið í ákveðinn tíma en ert síðan rukkaður ef þú ferð yfir þann tíma. Býr sjálfur við Gróttu Þór býr sjálfur í grennd við Gróttu og segist fylgjast grannt með stöðu mála á svæðinu. Spurður hvort hann hafi sjálfur orðið var við ágang ferðamanna á svæðinu svarar hann því játandi. „Þetta er ekki bara svona á sumrin. Það eru líka norðurljósaferðir á veturna líka og stórar rútur að stoppa og hleypa út ferðamönnum. Þetta er náttúrulega frábært svæði og tíundi vinsælasti áningarstaður ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.“ Vernda svæðið með kjafti og klóm Hann segir það efst í huga hjá bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að standa vörð um svæðið. „Við viljum vernda svæðið. Þetta er friðað svæði og okkur ber skylda að verja þetta með kjafti og klóm.“ Þór tekur fram að það sé augljóst að það þurfi að bæta við sorptunnum og öðru til að tryggja að fólk gangi betur um svæðið. Spurður hvort að það standi til að setja upp skilti og eitthvað álíka til að sporna gegn því að fólk gangi óvarlega um svæðið segir hann: „Við myndum gera það í framhaldinu ef við förum í þessi innheimtumál. Það yrði þó gert með hóflegum hætti því þetta er viðkvæmt svæði. Við viljum ekki hafa einhvern skiltaskóg þarna, aðal málið er bara að áróðurinn nái í gegn.“ Seltjarnarnes Tengdar fréttir Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. 21. apríl 2024 20:28 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Þetta staðfestir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, í samtali við Vísi en hann segir málið nú vera á borði sínu. Hann segir kvartanir íbúa undan fjölda ferðamanna á svæðinu ekki vera nýtt af nálinni en töluverður fjöldi sækir Gróttu heim á hverjum degi. Erlendir ferðamenn koma þangað gjarnan með stærðarinnar rútum eða bílaleigubílum. Dæmi um að fólk skilji eftir matarumbúðir á svæðinu Hann ítrekar að mikilvægast sé að standa vörð um þá einstöku náttúru sem er á svæðinu og biðlar til fólks að ganga vel um svæðið og bera virðingu fyrir náttúrunni. Þór segir það allt of algengt að fólk skilji eftir matarumbúðir á svæðinu. „Ég hef að sjálfsögðu orðið var við þetta. Þetta hefur verið svona undanfarin ár. Við erum að skoða alls konar möguleika í þessu sambandi. Eitt af því er möguleg gjaldtaka á svæðið þannig að þú getir verið með bifreið á svæðinu í ákveðinn tíma en ert síðan rukkaður ef þú ferð fram yfir það,“ segir Þórður. Tekjurnar yrðu eyrnamerktar Hann segir að þetta gæti aflað tekna til sveitarfélagsins og bætir við að þær tekjur yrðu líklegast nýttar í að byggja upp svæðið. „Það væri gott að eyrnamerkja þetta þannig. Það hafa verið menn að gista þarna í tjaldbílum og öðru en þetta er auðvitað ekki ætlað til þess svo við viljum sporna við því,“ segir hann en ítrekar að þessi áform séu öll á hugmyndastigi en muni síðan rata fyrir bæjarráð. Hann segir að það sé hægt að líkja fyrirhugaðri gjaldtöku á svæðinu við þá sem er á Keflavíkurflugvelli þar sem þú getur komið inn á bílastæðið í ákveðinn tíma en ert síðan rukkaður ef þú ferð yfir þann tíma. Býr sjálfur við Gróttu Þór býr sjálfur í grennd við Gróttu og segist fylgjast grannt með stöðu mála á svæðinu. Spurður hvort hann hafi sjálfur orðið var við ágang ferðamanna á svæðinu svarar hann því játandi. „Þetta er ekki bara svona á sumrin. Það eru líka norðurljósaferðir á veturna líka og stórar rútur að stoppa og hleypa út ferðamönnum. Þetta er náttúrulega frábært svæði og tíundi vinsælasti áningarstaður ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.“ Vernda svæðið með kjafti og klóm Hann segir það efst í huga hjá bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að standa vörð um svæðið. „Við viljum vernda svæðið. Þetta er friðað svæði og okkur ber skylda að verja þetta með kjafti og klóm.“ Þór tekur fram að það sé augljóst að það þurfi að bæta við sorptunnum og öðru til að tryggja að fólk gangi betur um svæðið. Spurður hvort að það standi til að setja upp skilti og eitthvað álíka til að sporna gegn því að fólk gangi óvarlega um svæðið segir hann: „Við myndum gera það í framhaldinu ef við förum í þessi innheimtumál. Það yrði þó gert með hóflegum hætti því þetta er viðkvæmt svæði. Við viljum ekki hafa einhvern skiltaskóg þarna, aðal málið er bara að áróðurinn nái í gegn.“
Seltjarnarnes Tengdar fréttir Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. 21. apríl 2024 20:28 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. 21. apríl 2024 20:28