ChatGPT og endurbætt Siri væntanlegar nýjungar Apple Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 23:51 Cook sagði tæki frá framleiðendanum munu ná nýjum hæðum með breytingunum. EPA Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja gervigreindartækni sem verður aðgengileg í tækjum framleiðandans, að nafni Apple Intelligence. Tæknin felur meðal annars í sér talsverða yfirhalningu á talgervlinum Siri og greiðan aðgang notenda að gervigreindartækninni ChatGPT. Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið. Apple Gervigreind Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið.
Apple Gervigreind Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira