ChatGPT og endurbætt Siri væntanlegar nýjungar Apple Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 23:51 Cook sagði tæki frá framleiðendanum munu ná nýjum hæðum með breytingunum. EPA Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja gervigreindartækni sem verður aðgengileg í tækjum framleiðandans, að nafni Apple Intelligence. Tæknin felur meðal annars í sér talsverða yfirhalningu á talgervlinum Siri og greiðan aðgang notenda að gervigreindartækninni ChatGPT. Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið. Apple Gervigreind Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið.
Apple Gervigreind Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira