Stjórnvöld ætla að auka við mannúðarstuðning á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2024 17:45 Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. Hún segir stjórnvöld beita sér eins og þau geta fyrir Gasa. Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld ætla að auka við mannúðarstuðning á Gasa. Utanríkisráðherra segir þó liggja á að tryggja að slík aðstoð berist til fólksins á Gasa en hjálparstofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum hefur verið nánast ómögulegt að koma hjálpargögnum inn á svæðið síðustu mánuði. Hún segir stjórnvöld hafa talað skýrt um að þau telji alþjóðalögum ekki fylgt og kallað eftir tafarlausu vopnahléi. „Við höfum margoft komið því á framfæri með mjög skýrum hætti að alþjóðalögum fylgi ekki eingöngu heilög réttindi heldur sömuleiðis heilagar skyldur og það sé aldrei hægt að réttlæta brot á alþjóðalögum algerlega óháð því í hvaða aðstæðum ríki eða hópar eru. Við höfum margoft kallað eftir tafarlausu vopnahléi á öllum þeim stöðum þar sem við getum gert það og við höfum unnið á alþjóðavettvangi og við hvert tækifæri nýtt rödd okkar,“ sagði Þórdís Kolbrún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þar spurði þingmaður viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, af hverju rödd íslenskra stjórnvalda heyrist ekki hærra, af hverju málflutningur ráðherra væri ekki afdráttarlausari og hvort ráðherra styðji tillögu Viðreisnar um viðbrögð stjórnvalda. Sigma Guðmundsson spurði utanríkisráðherra út í aðgerðir stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa á þingi í dag.Vísir/Arnar „Hryllingurinn á Gasa eykst með hverjum deginum sem líður. Öllum ætti að vera orðið ljóst að árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara, flóttamannabúðir, blaðamenn, hjálparstarfsmenn og mikilvæga innviði eru langt fyrir utan viðurkenndan rétt til sjálfsvarnar. Það er mikið umhugsunarefni fyrir okkur öll hvað alþjóðasamfélagið er máttlaust gagnvart stöðunni,“ sagði Sigmar á þingi í dag. Þórdís Kolbrún sagði að stjórnvöld væru í raun búin að bregðast við eins og lagt er til í tillögu Viðreisnar en þar er lagt að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma tafarlaust þau mannréttindabrot sem framin hafa verið á Gasa sem og að kallað verði eftir vopnahléi á svæðinu. Þá er lagt til að Alþingi álykti að fela forsætis- og utanríkisráðherra að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að dráp á almennum borgurum verði stöðvuð, að gíslum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa verði aukin. „Það er aldrei hægt að réttlæta það að svelta börn og fólk, almenna borgara, inni á svæðum, alveg sama hvað gengur á. Það er það sem við sjáum merki um að sé að gerast. Það mun ég alltaf fordæma,“ sagði Þórdís Kolbrún. Geti talað hærra Sigmar svaraði henni og sagði stjórnvöld geta talað hærra og með skýrari hætti. Það hafi verið gert hvað varðar Úkraínu og það sé hægt að gera það um Gasa líka. „Ég sakna þess svolítið að það sé ekki sami þungi þegar við tölum um ástandið á Gasa vegna þess að mannfallið þar er auðvitað óskaplegt,“ sagði Sigmar. Þórdís Kolbrún sagði stjórnvöld hafa talað fyrir ákveðnum atriðum en það sem gerði stöðuna flóknari væri sú staðreynd að Ísland eigi ekki í samtali við Hamas og hafi því engar leiðir til að þrýsta á um vopnahlé eða lausn gísla og framfylgd mannúðarlaga þeim megin, nema á alþjóðavettvangi. „Við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri, bæði með sérstökum samtölum og sömuleiðis auðvitað með okkar atkvæðagreiðslum, atkvæðaskýringum, yfirlýsingum og öðrum þáttum,“ sagði Þórdís Kolbrún að lokum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
„Við höfum margoft komið því á framfæri með mjög skýrum hætti að alþjóðalögum fylgi ekki eingöngu heilög réttindi heldur sömuleiðis heilagar skyldur og það sé aldrei hægt að réttlæta brot á alþjóðalögum algerlega óháð því í hvaða aðstæðum ríki eða hópar eru. Við höfum margoft kallað eftir tafarlausu vopnahléi á öllum þeim stöðum þar sem við getum gert það og við höfum unnið á alþjóðavettvangi og við hvert tækifæri nýtt rödd okkar,“ sagði Þórdís Kolbrún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þar spurði þingmaður viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, af hverju rödd íslenskra stjórnvalda heyrist ekki hærra, af hverju málflutningur ráðherra væri ekki afdráttarlausari og hvort ráðherra styðji tillögu Viðreisnar um viðbrögð stjórnvalda. Sigma Guðmundsson spurði utanríkisráðherra út í aðgerðir stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa á þingi í dag.Vísir/Arnar „Hryllingurinn á Gasa eykst með hverjum deginum sem líður. Öllum ætti að vera orðið ljóst að árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara, flóttamannabúðir, blaðamenn, hjálparstarfsmenn og mikilvæga innviði eru langt fyrir utan viðurkenndan rétt til sjálfsvarnar. Það er mikið umhugsunarefni fyrir okkur öll hvað alþjóðasamfélagið er máttlaust gagnvart stöðunni,“ sagði Sigmar á þingi í dag. Þórdís Kolbrún sagði að stjórnvöld væru í raun búin að bregðast við eins og lagt er til í tillögu Viðreisnar en þar er lagt að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma tafarlaust þau mannréttindabrot sem framin hafa verið á Gasa sem og að kallað verði eftir vopnahléi á svæðinu. Þá er lagt til að Alþingi álykti að fela forsætis- og utanríkisráðherra að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að dráp á almennum borgurum verði stöðvuð, að gíslum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa verði aukin. „Það er aldrei hægt að réttlæta það að svelta börn og fólk, almenna borgara, inni á svæðum, alveg sama hvað gengur á. Það er það sem við sjáum merki um að sé að gerast. Það mun ég alltaf fordæma,“ sagði Þórdís Kolbrún. Geti talað hærra Sigmar svaraði henni og sagði stjórnvöld geta talað hærra og með skýrari hætti. Það hafi verið gert hvað varðar Úkraínu og það sé hægt að gera það um Gasa líka. „Ég sakna þess svolítið að það sé ekki sami þungi þegar við tölum um ástandið á Gasa vegna þess að mannfallið þar er auðvitað óskaplegt,“ sagði Sigmar. Þórdís Kolbrún sagði stjórnvöld hafa talað fyrir ákveðnum atriðum en það sem gerði stöðuna flóknari væri sú staðreynd að Ísland eigi ekki í samtali við Hamas og hafi því engar leiðir til að þrýsta á um vopnahlé eða lausn gísla og framfylgd mannúðarlaga þeim megin, nema á alþjóðavettvangi. „Við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri, bæði með sérstökum samtölum og sömuleiðis auðvitað með okkar atkvæðagreiðslum, atkvæðaskýringum, yfirlýsingum og öðrum þáttum,“ sagði Þórdís Kolbrún að lokum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58
Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00