Flugvélin hvarf af ratsjá eftir að hún tók á loft frá flugvelli höfuðborgar Malaví, Lilongwe, í morgun. Leit stendur nú yfir af flugvélinni og farþegum hennar en ekki gekk að hafa samband við flugvélina. Fréttastofa BBC greinir frá þessu.
Flugvélin átti að lenda á alþjóðaflugvelli við borgina Mzuzu í norðurhluta landsins klukkan tíu að staðartíma í morgun. Þegar að forseti Malaví, Lazarus Chakwera, fékk veður af hvarfi flugvélarinnar aflýsti hann flugi sínu til Bahamas sem var á áætlun.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór nýlega í opinbera heimsókn í Malaví í tilefni af 35 ára afmæli þróunarsamvinnu ríkjanna en sendiráð Íslands var opnað í Lilongwe árið 2004. Chilima tók á móti Bjarna á flugvellinum þegar að Bjarni lenti þar í landi í síðasta mánuði.