Bóluefni gegn flensu og Covid-19 langt á veg komið Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 12:48 Nýtt bóluefni gegn bæði Covid-19 og flensu væru góðar fréttir fyrir sprautuhrædda sem þyrftu þá aðeins eina sprautu í stað tveggja annars. AP/Rogelio V. Solis Lyfjafyrirtækið Moderna er langt komið með bóluefni sem dugar bæði gegn inflúensu og Covid-19. Bóluefnið gæti orðið algengilegt á næstu tveimur árum en samkeppnisaðilar vinna einnig að sambærilegu efni. Þriðja stig tilrauna Moderna með nýja bóluefnið sýndi að það veitti jafngóða vernd gegn flensu og Covid og bóluefni sem eru eingöngu gegn öðrum hvorum veirusjúkdóminum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stephane Bancel, forstjóri Moderna, segir að hann vonist til þess að bóluefnið verði aðgengilegt árið 2026 en jafnvel strax á næsta ári. Bæði Pfizer og BioNTech, sem framleiddu bóluefni gegn Covid-19, vinna einnig að því að þróa bóluefni sem virkar á bæði flensu og Covid-19. Öll bóluefnin sem eru í þróun byggja á svonefndri mRNA-tækni en með henni vonast vísindamenn til þess að geta framleitt bóluefni hraðar en áður og uppfært þau tíðar til þess að þau virki á ólík afbrigði veira. Einbeita sér að eldra fólki sem líklega til að fá bóluefni áfram Nýja bóluefni Moderna er sagt vekja meira mótefnasvar í þátttakendum í tilraunum en eldri bóluefni, jafnvel meiri en núverandi örvunarefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Bancel rekur það til þess að nýja bóluefnið sé hannað með nýjustu afbrigði veirunnar sem ganga um heimsbyggðina í huga. Um átta þúsund manns taka þátt í tilraun Moderna. Allir þátttakendurnir eru yfir fimmtugu og helmingurinn eldri en 64 ára. Moderna segist miða rannsókn sína við eldri aldurshópa því þeir séu líklegastir til þess að vera boðið áfram upp á bóluefni en ætlunin sé að bjóða yngra fólki upp á efnið með tíð og tíma. Aukaverkanir efnisins eru sagðar mildar og í samræmi við þær sem má vænta af öðrum bóluefnum, þar á meðal eymsli á stungustað og þreyta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Lyf Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þriðja stig tilrauna Moderna með nýja bóluefnið sýndi að það veitti jafngóða vernd gegn flensu og Covid og bóluefni sem eru eingöngu gegn öðrum hvorum veirusjúkdóminum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stephane Bancel, forstjóri Moderna, segir að hann vonist til þess að bóluefnið verði aðgengilegt árið 2026 en jafnvel strax á næsta ári. Bæði Pfizer og BioNTech, sem framleiddu bóluefni gegn Covid-19, vinna einnig að því að þróa bóluefni sem virkar á bæði flensu og Covid-19. Öll bóluefnin sem eru í þróun byggja á svonefndri mRNA-tækni en með henni vonast vísindamenn til þess að geta framleitt bóluefni hraðar en áður og uppfært þau tíðar til þess að þau virki á ólík afbrigði veira. Einbeita sér að eldra fólki sem líklega til að fá bóluefni áfram Nýja bóluefni Moderna er sagt vekja meira mótefnasvar í þátttakendum í tilraunum en eldri bóluefni, jafnvel meiri en núverandi örvunarefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Bancel rekur það til þess að nýja bóluefnið sé hannað með nýjustu afbrigði veirunnar sem ganga um heimsbyggðina í huga. Um átta þúsund manns taka þátt í tilraun Moderna. Allir þátttakendurnir eru yfir fimmtugu og helmingurinn eldri en 64 ára. Moderna segist miða rannsókn sína við eldri aldurshópa því þeir séu líklegastir til þess að vera boðið áfram upp á bóluefni en ætlunin sé að bjóða yngra fólki upp á efnið með tíð og tíma. Aukaverkanir efnisins eru sagðar mildar og í samræmi við þær sem má vænta af öðrum bóluefnum, þar á meðal eymsli á stungustað og þreyta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Lyf Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira