Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2024 12:12 Emmanuel Macron hefur leyst upp franska þingið og boðað til kosninga. AP/Caroline Blumberg Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins kusu til Evrópuþingsins í liðinni viku þar sem hægriflokkar bættu við sig miklu fylgi. Bandalag íhaldsflokka (EPP) fékk 191 þingsæti, bandalag Framfarasinnaðra sósíalista og demókrata (S&D) fékk 135 þingsæti, bandalag Miðju- og frjálslyndra flokka (RE) fékk 83 þingsæti. Bandalag Hægriflokka (ECR) fékk 71 þingsæti, bandalag farhægriflokka (ID) fékk 57 þingsæti, Græningjar fengu 53 og Evrópska vinstrið 35 sæti. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu hægriflokka er reiknað með að bandalag mið- og hófsamari hægriflokka haldi meirihluta sínum á Evrópuþinginu.Getty Úrslitin duga hins vegar núverandi meirihluta EPP, S&D og RE til áframhaldandi samstarfs á Evrópuþinginu. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðsins, sem sækist eftir endurkjöri til annars kjörtímabils, lýsti því yfir í morgun að hún vildi að þetta samstarf héldi áfram. Þá hefur Nicolas Schmidt leiðtogi S&D einnig lýst yfir vilja til að halda samstarfinu áfram. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að þrátt fyrir mikla hægri sveiflu í kosningunum hafi fylgið leitað til hófsamari hægriflokka fremur en þjóðernis poppúlista. Það stefni allt í að bandalag miðjuflokka haldi. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir kjósendur oft senda stjórnvöldum heimafyrir skilaboð í kosningum til Evrópuþingsins.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Og Ursula von der Leyen hefur ef eitthvað er styrkt stöðu sína. En haldi bandalagið eins og það hefur gert hingað til ætti hún að hljóta útnefninguna svona tiltölulega auðveldlega,“ segir Eiríkur. Kosningarnar hafa hins vegar afleiðingar í þýskum og frönskum stjórnmálum þar sem stjórnarflokkar fengu slæma útreið í evrópukosningunum. Farhægriflokkum gekk vel og þannig vann Þjóðernisflokkur Marine Le Pen stórsigur og fékk 32 prósent atkvæða. Það er tvöfalt meira fylgi en Endurreisnarflokkur Emmanuels Macron forseta Frakklands hlaut. Marine Le Pen delivers gleðst yfir mikilli fylgisaukningu flokks hennar á Evrópuþinginu.AP/Lewis Joly Hann brást við úrslitunum strax í morgun með því að leysa upp franska þingið og boða til þingkosninga sem fram fara í tveimur umferðum hinn 30. júní og 7. júlí. En sjálfur á hann eftir um þrjú ár af sínu kjörtímabili sem forseti. Eiríkur segir það ekki koma á óvart þar sem flokkur Macrons væri nú þegar í minnihluta í franska þinginu. Kjósendur sendu stjórnvöldum heima fyrir oft skilaboð í evrópuþingskosningum. Macron væri að veðja á að Frakkar væru í áfalli eftir þessi úrslit í evrópuþingskosningunum. „Að einhverju leyti er þetta hræðsluviðbragð. Hann er líka að spila með það kannski sjokk sem sumir Frakkar, svona meginstraums Frakkar, upplifa við þessa niðurstöðu. Hann geti þá sópað til sín einhverjum stuðningi út á það sjokk sem einhverjir Frakkar hafa orðið fyrir. Það virðist vera veðmálið. En nota bene, hann er ekki að hætta sínum eigin stól,“ segir Eiríkur Bergmann. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins kusu til Evrópuþingsins í liðinni viku þar sem hægriflokkar bættu við sig miklu fylgi. Bandalag íhaldsflokka (EPP) fékk 191 þingsæti, bandalag Framfarasinnaðra sósíalista og demókrata (S&D) fékk 135 þingsæti, bandalag Miðju- og frjálslyndra flokka (RE) fékk 83 þingsæti. Bandalag Hægriflokka (ECR) fékk 71 þingsæti, bandalag farhægriflokka (ID) fékk 57 þingsæti, Græningjar fengu 53 og Evrópska vinstrið 35 sæti. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu hægriflokka er reiknað með að bandalag mið- og hófsamari hægriflokka haldi meirihluta sínum á Evrópuþinginu.Getty Úrslitin duga hins vegar núverandi meirihluta EPP, S&D og RE til áframhaldandi samstarfs á Evrópuþinginu. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðsins, sem sækist eftir endurkjöri til annars kjörtímabils, lýsti því yfir í morgun að hún vildi að þetta samstarf héldi áfram. Þá hefur Nicolas Schmidt leiðtogi S&D einnig lýst yfir vilja til að halda samstarfinu áfram. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að þrátt fyrir mikla hægri sveiflu í kosningunum hafi fylgið leitað til hófsamari hægriflokka fremur en þjóðernis poppúlista. Það stefni allt í að bandalag miðjuflokka haldi. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir kjósendur oft senda stjórnvöldum heimafyrir skilaboð í kosningum til Evrópuþingsins.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Og Ursula von der Leyen hefur ef eitthvað er styrkt stöðu sína. En haldi bandalagið eins og það hefur gert hingað til ætti hún að hljóta útnefninguna svona tiltölulega auðveldlega,“ segir Eiríkur. Kosningarnar hafa hins vegar afleiðingar í þýskum og frönskum stjórnmálum þar sem stjórnarflokkar fengu slæma útreið í evrópukosningunum. Farhægriflokkum gekk vel og þannig vann Þjóðernisflokkur Marine Le Pen stórsigur og fékk 32 prósent atkvæða. Það er tvöfalt meira fylgi en Endurreisnarflokkur Emmanuels Macron forseta Frakklands hlaut. Marine Le Pen delivers gleðst yfir mikilli fylgisaukningu flokks hennar á Evrópuþinginu.AP/Lewis Joly Hann brást við úrslitunum strax í morgun með því að leysa upp franska þingið og boða til þingkosninga sem fram fara í tveimur umferðum hinn 30. júní og 7. júlí. En sjálfur á hann eftir um þrjú ár af sínu kjörtímabili sem forseti. Eiríkur segir það ekki koma á óvart þar sem flokkur Macrons væri nú þegar í minnihluta í franska þinginu. Kjósendur sendu stjórnvöldum heima fyrir oft skilaboð í evrópuþingskosningum. Macron væri að veðja á að Frakkar væru í áfalli eftir þessi úrslit í evrópuþingskosningunum. „Að einhverju leyti er þetta hræðsluviðbragð. Hann er líka að spila með það kannski sjokk sem sumir Frakkar, svona meginstraums Frakkar, upplifa við þessa niðurstöðu. Hann geti þá sópað til sín einhverjum stuðningi út á það sjokk sem einhverjir Frakkar hafa orðið fyrir. Það virðist vera veðmálið. En nota bene, hann er ekki að hætta sínum eigin stól,“ segir Eiríkur Bergmann.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent