Talið að lík Mosley sé fundið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. júní 2024 08:23 Mosley er þekktur fyrir að stýra sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á breska ríkisútvarpinu undir nafninu „Trust Me, I'm a Doctor.“ Getty Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. BBC greinir frá líkfundinum og segir upplýsingarnar koma frá björgunarsveitamanni. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að líkið sé af Mosley. Sky news hefur eftir varaborgarstjóra að líkið hafi fundist í grýttum helli. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir undanfarna daga að lækninum sem er 67 ára gamall. Hann skilaði sér ekki úr göngu sem hann var í þar sem hann var staddur í fríi ásamt eiginkonu sinni á Symi, einni Tylftareyjanna í Eyjahafi. Hann hafði ætlað að ganga að miðju eyjarinnar yfir hrjóstrugt landslag en skilaði sér aldrei. Sími hans fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í. Mikill hiti er á grísku eyjunni og meðal kenninga sem hafa komið upp í tengslum við leitina er að Mosley hafi fengið sólsting, ráfað í burtu og týnst í kjölfarið. Starfsmaður BBC sem staddur er á eyjunni hefur birt myndbönd frá vettvangi á samfélagsmiðlinum X. Í morgun birti hann myndband þar sem verið er að flytja leitarhund burt en hundurinn var brenndur á þófunum eftir leit á heitum steinum undanfarna daga. The sniffer dog, Scar, is leaving the island of Symi after helping to look for Michael Mosley over the past few days. His paws are burnt from the hot rocks he’s been walking on in his search - you can see how he’s limping. An indication of the harsh weather conditions here. pic.twitter.com/tAfhQJBElZ— Insaf Abbas (@insaf_abbas) June 9, 2024 Grikkland Bretland Tengdar fréttir Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6. júní 2024 16:57 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
BBC greinir frá líkfundinum og segir upplýsingarnar koma frá björgunarsveitamanni. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að líkið sé af Mosley. Sky news hefur eftir varaborgarstjóra að líkið hafi fundist í grýttum helli. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir undanfarna daga að lækninum sem er 67 ára gamall. Hann skilaði sér ekki úr göngu sem hann var í þar sem hann var staddur í fríi ásamt eiginkonu sinni á Symi, einni Tylftareyjanna í Eyjahafi. Hann hafði ætlað að ganga að miðju eyjarinnar yfir hrjóstrugt landslag en skilaði sér aldrei. Sími hans fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í. Mikill hiti er á grísku eyjunni og meðal kenninga sem hafa komið upp í tengslum við leitina er að Mosley hafi fengið sólsting, ráfað í burtu og týnst í kjölfarið. Starfsmaður BBC sem staddur er á eyjunni hefur birt myndbönd frá vettvangi á samfélagsmiðlinum X. Í morgun birti hann myndband þar sem verið er að flytja leitarhund burt en hundurinn var brenndur á þófunum eftir leit á heitum steinum undanfarna daga. The sniffer dog, Scar, is leaving the island of Symi after helping to look for Michael Mosley over the past few days. His paws are burnt from the hot rocks he’s been walking on in his search - you can see how he’s limping. An indication of the harsh weather conditions here. pic.twitter.com/tAfhQJBElZ— Insaf Abbas (@insaf_abbas) June 9, 2024
Grikkland Bretland Tengdar fréttir Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6. júní 2024 16:57 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6. júní 2024 16:57