Siggi stormur stendur við spána Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 07:58 Siggi stormur segist þurfa að bíta í það súra epli að júnímánuðir eins og hann leit út í spánum fyrir mánuði sé engan vegin á pari við það sem spárnar segi til um nú. Vísir/Vilhelm Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. Rætt var við veðurfræðinginn Sigurð Þ. Ragnarson, betur þekktan sem Sigga storm, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar var hann ynntur eftir viðbrögðum við ummælum sínum frá því í apríl þar sem hann sagði einstaka veðurblíðu framundan og lofaði sólríku, hlýju og þurru sumri. Eins og allir hafa orðið varir við hefur sú spá ekki staðist heldur hefur mjög óvenjuleg kuldatíð herjað á landann síðustu daga, ekki síst fyrir norðan. „Ég stend við spána per se,“ segir Siggi og bendir á að forsendur hafi breyst. Við vissum ekki að við værum að fá yfir okkur norður heimskautsloft hér í júníbyrjun með þeim ósköpum sem hafa dunið yfir. „Það er nú bara einusinni þannig í veðurfræðinni að spár geta klikkað þó í nærtíma væri en heilt sumar.“ Lægðin á leið til Noregs Siggi segir að fyrir viku hafi honum brugðið yfir því hvernig spárnar litu út. „Þetta hret sem er búið að vera í gangi núna, við megum ekki gleyma því að þetta er ekkert annað en heimskautavetur sem lægðin náði í.“ Hins vegar sé það svo að um miðja vikuna fari þessi lægð loks yfir til Noregs og sjái um að kæla Norðmenn niður. „En við fáum aftur á móti hæðarsvæði sem gerir það að verkum að við fáum suðrænt loft og mun hlýrra veður. Það gæti farið í 18, 19 stig fyrir norðan. En það er ekki fyrr en á miðvikudag, fimmtudag. Syðra verður líka miklu hlýrra, 10-15 stig og ágætis veður. Vindur hægur, verður orðið vindlaust meira og minna í næstu viku þó það lægi strax á morgun.“ Júní sé því miður ekki mjög hagstæður veðurlega séð og alvöru hlýindi láti bíða eftir sér. Hann bindur þó miklar vonir við að júlí og ágúst verði sólríkir og að landsmenn geti tekið gleði sína á ný. Besta veðrið um helgina verði á sunnanverðu landinu. Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild. Veður Ferðalög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Rætt var við veðurfræðinginn Sigurð Þ. Ragnarson, betur þekktan sem Sigga storm, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar var hann ynntur eftir viðbrögðum við ummælum sínum frá því í apríl þar sem hann sagði einstaka veðurblíðu framundan og lofaði sólríku, hlýju og þurru sumri. Eins og allir hafa orðið varir við hefur sú spá ekki staðist heldur hefur mjög óvenjuleg kuldatíð herjað á landann síðustu daga, ekki síst fyrir norðan. „Ég stend við spána per se,“ segir Siggi og bendir á að forsendur hafi breyst. Við vissum ekki að við værum að fá yfir okkur norður heimskautsloft hér í júníbyrjun með þeim ósköpum sem hafa dunið yfir. „Það er nú bara einusinni þannig í veðurfræðinni að spár geta klikkað þó í nærtíma væri en heilt sumar.“ Lægðin á leið til Noregs Siggi segir að fyrir viku hafi honum brugðið yfir því hvernig spárnar litu út. „Þetta hret sem er búið að vera í gangi núna, við megum ekki gleyma því að þetta er ekkert annað en heimskautavetur sem lægðin náði í.“ Hins vegar sé það svo að um miðja vikuna fari þessi lægð loks yfir til Noregs og sjái um að kæla Norðmenn niður. „En við fáum aftur á móti hæðarsvæði sem gerir það að verkum að við fáum suðrænt loft og mun hlýrra veður. Það gæti farið í 18, 19 stig fyrir norðan. En það er ekki fyrr en á miðvikudag, fimmtudag. Syðra verður líka miklu hlýrra, 10-15 stig og ágætis veður. Vindur hægur, verður orðið vindlaust meira og minna í næstu viku þó það lægi strax á morgun.“ Júní sé því miður ekki mjög hagstæður veðurlega séð og alvöru hlýindi láti bíða eftir sér. Hann bindur þó miklar vonir við að júlí og ágúst verði sólríkir og að landsmenn geti tekið gleði sína á ný. Besta veðrið um helgina verði á sunnanverðu landinu. Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild.
Veður Ferðalög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21