Tilkynning um áreksturinn barst viðbragðsaðilum klukkan 16:40. Sjúkrabílar frá Reykjavík og Akranesi voru sendir á staðinn ásamt einum dælubíl slökkviliðs. Nokkrar umferðartafir urðu á Vesturlandsvegi í norðurátt vegna slyssins.
Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var aðeins einn þeirra fimm sem voru í bílunum fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.