Þetta er hluti af nýrri tilskipun sem Ráð Evrópusambandsins samþykkti sem á að stuðla að viðgerð bilaðra eða gallaðra vara en tilskipunin er einnig þekkt sem „Rétturinn til viðgerðar“. Tilskipunin er hluti af neytendaáætlun og aðgerðaráætlun ESB um hringrásarhagkerfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu.
„Rétturinn til viðgerðar“ felur í sér að söluaðilar verði að laga vörur sem er hægt að gera við. Í því felst einnig stöðlun upplýsingagjafar um viðgerðarferli, stofnun evrópsks netvettvangs þar sem neytendur geta fundið viðgerðarþjónustu og framlengingu á ábyrgðartíma vara um 12 mánuði ef neytendur velja viðgerð í stað útskipta.
Tilskipun ESB er EES-tæk en í því felst að upptökuferli hennar í EES-samninginn sem Ísland er hluti af hefjist innan tíðar. Íslenskum lögum mun því verða breytt til samræmis við ákvæði tilskipunarinnar. Hægt er að lesa tilkynningu ESB um málið hér.