Sorg í Lundúnum og öllum fullkomlega sama um Ísland Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2024 17:43 Southgate og Rice sátu fyrir svörum á blaðamannafundi nú síðdegis á æfingasvæði Tottenham. Getty Spennan er iðulega mikil fyrir leikjum Íslands við stórþjóðir og leikur morgundagsins við England á Wembley er þar ekki undantekning. Hjá Tjöllunum er staðan allt önnur. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira