Írskur matsölustaður hafði betur í vörumerkjadeilum við McDonalds Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2024 14:46 Deilan snerist um vörumerkið Big Mac sem heiti á veitingastað og í tengslum við kjúklingaborgara á matseðli McDonalds. AP Írska skyndibitakeðjan Supermac hafði betur gegn skyndibitarisanum McDonalds í dómsmáli sem sneri að notkun vörkumerkisins Big Mac. Samkvæmt dóminum má McDonalds ekki nota vörumerkið í tengslum við kjúklingaborgara lengur. Úrskurður Evrópudómstólsins bindur endi á níu ára langrar deilu staðanna tveggja, sem hófst með stofnun Supermac árið 2015 og tilraun stofnenda til að koma vörumerkinu á evrópskan markað. Forsvarsmenn McDonalds andmæltu vörumerkinu, sem þeir sögðu of líkt Big Mac-vörkumerki þeirra og nafnið kæmi til með að rugla neytendur. Ári síðar vann McDonalds hálfgerðan sigur, þegar Supermac fékk leyfi fyrir samnefndu vörumerki en ekki fyrir vörumerki marga rétta á matseðlinum. Ári síðar lagði írska veitingakeðjan inn málsókn fyrir hugverkastofu ESB (EUIPO) gegn McDonalds fyrir einokun á vörumerkinu Big Mac. Í umsögninni var því haldið fram að vörumerkið hefði ekki verið notað í tengslum við nafn á veitingastað í fimm ár. Supermac sakaði risann um svokallaða „vörumerkjaógn“, skráningu vörumerkja sem ekki eru notuð til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar á markaði fái leyfi fyrir vörumerkinu. Sigur fyrir minni fyrirtæki EUIPO staðfesti málið að hluta til árið 2019, og í gær úrskurðaði Evrópudómstóllinn um að vörumerkið Big Mac yrði afskráð sem vörumerkt veitingastaðarheiti og að afturkalla rétt McDonalds til að nota vörumerkið í tengslum við rétti sem innihalda kjúkling. Niðurstaðan grundvallaðist á að sönnunargögn McDonalds gæfu enga vísbendingu um að vörumerkið væri notað sem nafn á nokkrum veitingastað né í tengslum við kjúklingaborgara. Stofnandi Supermac, sagði úrskurðinn mikilvægan sigur fyrir lítil fyrirtæki í yfirlýsingu. „Upphaflega markmiðið með lögsókninni var að varpa ljósi á því vörumerkjaeinelti sem þessir risar beita til að hefta samkeppni.“ Í yfirlýsingu frá McDonalds vegna málsins segir að ákvörðun Evrópudómstólsins hafi ekki áhrif á rétt skyndibitarisans til að nota vörumerkið Big Mac. „Vörumerkið er gríðarlega sterkt um allan heim, þar á meðal í Evrópusambandinu, og þessi ákvörðun mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á getu okkar til að nota vörumerkið eða verja gegn réttarskerðingu.“ The Guardian fjallaði ítarlega um málið. Írland Hamborgarar Matur Veitingastaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Úrskurður Evrópudómstólsins bindur endi á níu ára langrar deilu staðanna tveggja, sem hófst með stofnun Supermac árið 2015 og tilraun stofnenda til að koma vörumerkinu á evrópskan markað. Forsvarsmenn McDonalds andmæltu vörumerkinu, sem þeir sögðu of líkt Big Mac-vörkumerki þeirra og nafnið kæmi til með að rugla neytendur. Ári síðar vann McDonalds hálfgerðan sigur, þegar Supermac fékk leyfi fyrir samnefndu vörumerki en ekki fyrir vörumerki marga rétta á matseðlinum. Ári síðar lagði írska veitingakeðjan inn málsókn fyrir hugverkastofu ESB (EUIPO) gegn McDonalds fyrir einokun á vörumerkinu Big Mac. Í umsögninni var því haldið fram að vörumerkið hefði ekki verið notað í tengslum við nafn á veitingastað í fimm ár. Supermac sakaði risann um svokallaða „vörumerkjaógn“, skráningu vörumerkja sem ekki eru notuð til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar á markaði fái leyfi fyrir vörumerkinu. Sigur fyrir minni fyrirtæki EUIPO staðfesti málið að hluta til árið 2019, og í gær úrskurðaði Evrópudómstóllinn um að vörumerkið Big Mac yrði afskráð sem vörumerkt veitingastaðarheiti og að afturkalla rétt McDonalds til að nota vörumerkið í tengslum við rétti sem innihalda kjúkling. Niðurstaðan grundvallaðist á að sönnunargögn McDonalds gæfu enga vísbendingu um að vörumerkið væri notað sem nafn á nokkrum veitingastað né í tengslum við kjúklingaborgara. Stofnandi Supermac, sagði úrskurðinn mikilvægan sigur fyrir lítil fyrirtæki í yfirlýsingu. „Upphaflega markmiðið með lögsókninni var að varpa ljósi á því vörumerkjaeinelti sem þessir risar beita til að hefta samkeppni.“ Í yfirlýsingu frá McDonalds vegna málsins segir að ákvörðun Evrópudómstólsins hafi ekki áhrif á rétt skyndibitarisans til að nota vörumerkið Big Mac. „Vörumerkið er gríðarlega sterkt um allan heim, þar á meðal í Evrópusambandinu, og þessi ákvörðun mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á getu okkar til að nota vörumerkið eða verja gegn réttarskerðingu.“ The Guardian fjallaði ítarlega um málið.
Írland Hamborgarar Matur Veitingastaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira