Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2024 10:14 Grímur segir algerlega óskiljanlegt að Vinstri græn séu í samkrulli við þá Birgi Þórarinsson og Ásmund Friðriksson, menn sem standa fyrir allt sem Vinstri græn segjast ekki vera um. vísir/vilhelm Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira