„Hrokafull afstaða“ að skilyrða stuðning við Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 09:22 Halla Tómasdóttir sagði í forsetakosningabaráttu sinni að Ísland skuli boða til friðarsamtals hér á landi „ frekar en að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna,“ þegar hún var spurð út í árlegan fjögurra milljarða króna stuðning Íslands við Úkraínu. Þórdís Kolbrún svarar þessari umræðu um stuðning við Úkraínu í aðsendri grein. vísir „Í mínum huga væri það ansi hrokafull afstaða að skilyrða fjárhagslegan stuðning okkar við að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein á Vísi. Í greininni ítrekar Þórdís Kolbrún að stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Greinin er skýrt svar við þeirri umræðu sem skapaðist í forsetakosningakappræðum, þar sem Halla Tómasdóttir, verðandi forseti, lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. Flestir frambjóðendurnir áréttuðu mikilvægi þess að styðja Úkraínumenn í baráttu sinni gegn Rússum en Halla sagði hins vegar að sér fyndist ekki sjálfsagt að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“ og að það samræmdist ekki gildum Íslands. Þórdís Kolbrún segir að ef Ísland ætti vopn, þá væru þau send til Úkraínu. „En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati,“ segir Þórdís Kolbrún í greininni. Það skipti máli að sýna bandamönnum Íslands í Nató að Íslendingar séu verðugir bandamenn. „Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu. Ólíkt vina- og bandalagsríkjum okkar sem hafa frá fyrstu dögum getað sent birgðir af eigin varnarbúnaði hefur Ísland ekki verið fært um slíkt framlag.“ Tilefni umræðu þessarar um fjárstuðning við Úkraínu er fundur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Stokkhólmi í síðustu viku, þar sem Bjarni lofaði fjórum milljörðum króna árlega frá Íslandi næstu árin. „Ísland er friðsælt. Fjarlægð frá heimsins vígaslóð hefur verið okkar besta trygging fyrir þessari friðsæld gegnum aldirnar. Nútíminn virðir slíkar fjarlægðir engu. Nú felst trygging öryggis okkar í samvinnu við þau ríki sem standa okkur næst. Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi,“ segir Þórdís Kolbrún að lokum. Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Í greininni ítrekar Þórdís Kolbrún að stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Greinin er skýrt svar við þeirri umræðu sem skapaðist í forsetakosningakappræðum, þar sem Halla Tómasdóttir, verðandi forseti, lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. Flestir frambjóðendurnir áréttuðu mikilvægi þess að styðja Úkraínumenn í baráttu sinni gegn Rússum en Halla sagði hins vegar að sér fyndist ekki sjálfsagt að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“ og að það samræmdist ekki gildum Íslands. Þórdís Kolbrún segir að ef Ísland ætti vopn, þá væru þau send til Úkraínu. „En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati,“ segir Þórdís Kolbrún í greininni. Það skipti máli að sýna bandamönnum Íslands í Nató að Íslendingar séu verðugir bandamenn. „Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu. Ólíkt vina- og bandalagsríkjum okkar sem hafa frá fyrstu dögum getað sent birgðir af eigin varnarbúnaði hefur Ísland ekki verið fært um slíkt framlag.“ Tilefni umræðu þessarar um fjárstuðning við Úkraínu er fundur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Stokkhólmi í síðustu viku, þar sem Bjarni lofaði fjórum milljörðum króna árlega frá Íslandi næstu árin. „Ísland er friðsælt. Fjarlægð frá heimsins vígaslóð hefur verið okkar besta trygging fyrir þessari friðsæld gegnum aldirnar. Nútíminn virðir slíkar fjarlægðir engu. Nú felst trygging öryggis okkar í samvinnu við þau ríki sem standa okkur næst. Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi,“ segir Þórdís Kolbrún að lokum.
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35