Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rannsóknar- og nýtingarrétt í Krýsuvík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. júní 2024 08:47 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku við undirritun samnings í gær. Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð. Samningurinn, sem byggir á viljayfirlýsingu frá nóvember 2022, var samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að markmið samningsins sé að kanna möguleika þess að virkja jarðvarma og vinna grunnvatn í landi Krýsuvíkur á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, samhliða uppbyggingu auðlindagarðs þar sem frekari nýting vinnslustrauma fer fram. Stefnt er að því að jarðvarmaver rýsi á Sveifluhálsi á Krýsuvíkursvæðinu. Samhliða verður unnið að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, vistvæna ferðaþjónustu og græna atvinnustarfsemi. Mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur sem er verðmætt útivistarsvæði og vinsæll áfangastaður ferðafólks. „Krýsuvík býr auk þess yfir einum vænlegasta kosti sem býðst til framtíðaruppbyggingar hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. „Með auðlindanýtingu í Krýsuvík mætti bæta afhendingaröryggi á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins til muna, en höfuðborgarsvæðið fær nú allt heitt vatn frá svæðum sem eru staðsett austur af svæðinu, það er frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun.“ Við undirritun samnings í gær. Kynningarfundur um áformin verður haldinn kl. 17, 12. júní í Bæjarbíói.Hafnarfjarðarbær Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir það mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð að samið hafi verið um framtíðaruppbyggingu í Krýsuvík. Rannsóknar og nýtingarsamningurinn eigi sér mjög langan aðdraganda. Markmiðið með honum er að tryggja Hafnfirðingum og fleirum aðgang að heitu vatni og orku til framtíðar. Samhliða verður svæðið svo gert aðgengilegra til útivistar og nátturuskoðunar. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir samninginn við Hafnarfjarðarbæ mikið fagnaðarefni. „Hann leggur grunninn að áframhaldandi jarðhitarannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu. Við erum vongóð um að rannsóknirnar leiði til þess að jarðhitinn geti nýst jafnt til framleiðslu á heitu vatni fyrir Hafnfirðinga og nágranna sem og til framleiðslu á raforku. Samhliða hugsanlegri orkuvinnslu munu skapast spennandi tækifæri til uppbyggingar á margskonar grænni atvinnustarfsemi í Krýsuvík.“ Jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð auk aflgetu til raforkuframleiðslu, allt að 100 MW. „Þá er stefnt að því að vinna að hugmyndum um auðlindagarð í Krýsuvík með áherslu á uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu sem fellur vel að umhverfi og náttúru, aðstöðu til útivistar auk grænar atvinnustarfsemi, svo sem þörungaræktunar, náttúrulegrar efnavinnslu og ræktunar í gróðurhúsum. Lögð verður áhersla á að efnisnotkun, áferð og litir mannvirkja á svæðinu falli vel að umhverfinu og að sérstaða svæðisins haldist og fái að njóta sín.“ Samtals er lóðaleigusvæðið um 200.000 fermetrar og athafnasvæði jarðhitasvæðis um tveir ferkílómetrar. Hafnarfjörður Orkumál Jarðhiti Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Samningurinn, sem byggir á viljayfirlýsingu frá nóvember 2022, var samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að markmið samningsins sé að kanna möguleika þess að virkja jarðvarma og vinna grunnvatn í landi Krýsuvíkur á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, samhliða uppbyggingu auðlindagarðs þar sem frekari nýting vinnslustrauma fer fram. Stefnt er að því að jarðvarmaver rýsi á Sveifluhálsi á Krýsuvíkursvæðinu. Samhliða verður unnið að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, vistvæna ferðaþjónustu og græna atvinnustarfsemi. Mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur sem er verðmætt útivistarsvæði og vinsæll áfangastaður ferðafólks. „Krýsuvík býr auk þess yfir einum vænlegasta kosti sem býðst til framtíðaruppbyggingar hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. „Með auðlindanýtingu í Krýsuvík mætti bæta afhendingaröryggi á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins til muna, en höfuðborgarsvæðið fær nú allt heitt vatn frá svæðum sem eru staðsett austur af svæðinu, það er frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun.“ Við undirritun samnings í gær. Kynningarfundur um áformin verður haldinn kl. 17, 12. júní í Bæjarbíói.Hafnarfjarðarbær Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir það mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð að samið hafi verið um framtíðaruppbyggingu í Krýsuvík. Rannsóknar og nýtingarsamningurinn eigi sér mjög langan aðdraganda. Markmiðið með honum er að tryggja Hafnfirðingum og fleirum aðgang að heitu vatni og orku til framtíðar. Samhliða verður svæðið svo gert aðgengilegra til útivistar og nátturuskoðunar. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir samninginn við Hafnarfjarðarbæ mikið fagnaðarefni. „Hann leggur grunninn að áframhaldandi jarðhitarannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu. Við erum vongóð um að rannsóknirnar leiði til þess að jarðhitinn geti nýst jafnt til framleiðslu á heitu vatni fyrir Hafnfirðinga og nágranna sem og til framleiðslu á raforku. Samhliða hugsanlegri orkuvinnslu munu skapast spennandi tækifæri til uppbyggingar á margskonar grænni atvinnustarfsemi í Krýsuvík.“ Jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð auk aflgetu til raforkuframleiðslu, allt að 100 MW. „Þá er stefnt að því að vinna að hugmyndum um auðlindagarð í Krýsuvík með áherslu á uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu sem fellur vel að umhverfi og náttúru, aðstöðu til útivistar auk grænar atvinnustarfsemi, svo sem þörungaræktunar, náttúrulegrar efnavinnslu og ræktunar í gróðurhúsum. Lögð verður áhersla á að efnisnotkun, áferð og litir mannvirkja á svæðinu falli vel að umhverfinu og að sérstaða svæðisins haldist og fái að njóta sín.“ Samtals er lóðaleigusvæðið um 200.000 fermetrar og athafnasvæði jarðhitasvæðis um tveir ferkílómetrar.
Hafnarfjörður Orkumál Jarðhiti Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent