Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 22:36 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. Átta Palestínumenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ konunni. Ásmundur gerði ákæruna að umtalsefni á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins, og sagði að fólk með þá lífsskoðun að feðraveldið eigi að drottna yfir lífi fólks sé ný áskorun fyrir samfélagið. „Birtingarmynd þess er fótum troðin réttindi kvenna og hinsegin fólks sem býr við hrottalega meðferð og ógn í lífi sínu,“ segir Ásmundur. Hann geti ekki ímyndað sér hvaða hrottalegu meðferð konur og börn megi þola á heimilum sínum, eins og fram kom í ákærunni sem birt var á Vísi. „Virðulegi forseti. Fyrir átta árum steig ég fram og varaði við fjölgun hælisleitenda í landinu og hvatti til bakgrunnsskoðunar þeirra,“ sagði Ásmundur. „Viðvörunarorðum mínum var afar fálega tekið og ég fordæmdur, jafnvel smáður.“ „Virðulegi forseti. Þetta er bara ein saga sem kemst í dómsmál og fjölmiðla af hælisleitendum sem búa í Reykjanesbæ. Það er ekki langt síðan þingmaður Samfylkingarinnar sagði mig ljúga um ógn sem íbúar Reykjanesbæjar búa við. Þau ósannindi eru eins og ásakanir í minn garð fyrir átta árum; standast enga skoðun, eins og tíminn hefur leitt í ljós,“ sagði Ásmundur, og lauk máli sínu í ræðustól Alþingis. Hann birti ræðuna einnig á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist hafa fengið hroll við lestur fréttarinnar á Vísi, og að lesturinn hefði vakið upp óhug. Hann segir mikilvægt að standa vörð um lögregluna og störf hennar. Hælisleitendur Reykjanesbær Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Átta Palestínumenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ konunni. Ásmundur gerði ákæruna að umtalsefni á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins, og sagði að fólk með þá lífsskoðun að feðraveldið eigi að drottna yfir lífi fólks sé ný áskorun fyrir samfélagið. „Birtingarmynd þess er fótum troðin réttindi kvenna og hinsegin fólks sem býr við hrottalega meðferð og ógn í lífi sínu,“ segir Ásmundur. Hann geti ekki ímyndað sér hvaða hrottalegu meðferð konur og börn megi þola á heimilum sínum, eins og fram kom í ákærunni sem birt var á Vísi. „Virðulegi forseti. Fyrir átta árum steig ég fram og varaði við fjölgun hælisleitenda í landinu og hvatti til bakgrunnsskoðunar þeirra,“ sagði Ásmundur. „Viðvörunarorðum mínum var afar fálega tekið og ég fordæmdur, jafnvel smáður.“ „Virðulegi forseti. Þetta er bara ein saga sem kemst í dómsmál og fjölmiðla af hælisleitendum sem búa í Reykjanesbæ. Það er ekki langt síðan þingmaður Samfylkingarinnar sagði mig ljúga um ógn sem íbúar Reykjanesbæjar búa við. Þau ósannindi eru eins og ásakanir í minn garð fyrir átta árum; standast enga skoðun, eins og tíminn hefur leitt í ljós,“ sagði Ásmundur, og lauk máli sínu í ræðustól Alþingis. Hann birti ræðuna einnig á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist hafa fengið hroll við lestur fréttarinnar á Vísi, og að lesturinn hefði vakið upp óhug. Hann segir mikilvægt að standa vörð um lögregluna og störf hennar.
Hælisleitendur Reykjanesbær Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06
„Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14