Framkvæmdir hafnar við umferðarþyngstu gatnamótin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2024 12:59 Framkvæmdunum er ætlað að auka öryggi þeirra sem fara ferðir sínar gangandi og hjólandi. Vísir/arnar Framkvæmdir eru hafnar við umferðarþyngstu gatnamót landsins. Þær munu tefja umferð í sumar en markmiðið er að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum. Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum.
Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira