Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 16:09 Ljósmyndin til vinstri er af hluta hópsins við Keflavíkurflugvöll en hin frá Öxnadalnum úr rútuferð hópsins. Ljósmynd/Samsett mynd Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“. Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“.
Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira