Hvar er Conor McGregor? | „Vil ekki vera boðberi slæmra frétta“ Aron Guðmundsson skrifar 5. júní 2024 13:31 Bardagi Conor McGregor við Michael Chandler á að marka endurkomu hans í bardagabúrið. Vísir/Getty Lítið hefur sést til írska vélbyssukjaftsins Conor McGregor, bardagakappa UFC, undanfarna daga og þykir það mjög svo óvenjulegt. Sér í lagi þar sem að aðeins nokkrar vikur eru í endurkomu hans í bardagabúrið. Blaðamannafundi hans og verðandi andstæðings hans í búrinu, Michael Chandler var aflýst með mjög svo skömmum fyrirvara í upphafi vikunnar og hafa miklar getgátur farið af stað um ástæðu þess. Flestar þeirra beinast að hinum skrautlega Conor McGregor. Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Sjá meira
Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Sjá meira