Treystir sér ekki að skoða myndir sem teknar voru rétt eftir samstuðið Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júní 2024 08:00 Eiður Gauti virðist ekki hafa fengið heilahristing. vísir/bjarni Framherji HK missti tvær tennur og sauma þurfti þrjátíu spor þegar hann lenti í samstuði við samherja sinn í Bestu deildinni um helgina. Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Besta deild karla HK Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Besta deild karla HK Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn