Treystir sér ekki að skoða myndir sem teknar voru rétt eftir samstuðið Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júní 2024 08:00 Eiður Gauti virðist ekki hafa fengið heilahristing. vísir/bjarni Framherji HK missti tvær tennur og sauma þurfti þrjátíu spor þegar hann lenti í samstuði við samherja sinn í Bestu deildinni um helgina. Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Besta deild karla HK Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Besta deild karla HK Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira