Hér að neðan má nálgast einföld ráð og innblástur Söru Snædísar og hvernig sé best að viðhalda og efla heilsusamlega rútínu yfir sumartímann.
Veldu þér stuttar og hnitmiðaðar æfingar
Þegar kemur að æfingarútínu yfir sumarið skiptir öllu máli að gera eitthvað sem þú hefur ánægju af. Oft er gott að velja sér stuttar og hnitmiðaðar æfingar heima við og taka þær lengri æfingar í formi göngu og þess háttar úti í náttúrunni.

Þegar æfingarnar eru stuttar og hnitmiðaðar er töluvert auðveldara að koma þeim inn í dagskrána yfir sumartímann, þar sem það fylgir þeim engin skuldbinding auk þess sem það er auðvelt að gera þær hvar og hvenær sem er.
Á Withsara eru æfingarnar undir þrjátíu mínútum og sumar þeirra ekki nema sjö mínútur. Það er því fullkomið að taka styttri æfingarnar þegar þú vilt litla fyrirhöfn en samt ná skemmtilegri æfingu sem tekur vel á.
Það er mikill misskilningur að æfingar þurfa alltaf að taka einhvern ákveðinn langan tíma til þess að þær teljist með.
Ég hvet þig til þess að taka dýnu með þér í ferðalagið og upp í bústað og taka smá æfingu á morgnana, það sakar ekki að draga fjölskyldu og vini með sér líka.

Nærðu þig fyrir líkama og sál
Þrátt fyrir að við séum á leiðinni í sumarfrí hvet ég þig til þess að halda áfram að næra líkama og sál sem eykur vellíðan þína yfir sumartímann til muna. Auðvitað er yndislegt út af fyrir sig að vera í fríi og það er heldur betur nærandi fyrir okkur. Með því að halda í heilbrigðar venjur getum við aukið vellíðan okkur töluvert. Í bland við allt það sem sumartíminn hefur upp á að bjóða stefnum þá á að borða nærandi mat svo við séum að fá þá næringu og orku sem við þurfum á að halda, náum góðum svefni, hreyfum líkamann, tökum inn vítamín og drekkum nóg að vatni svo eittvað sé nefnt.
Leyfðu þér að njóta og slakaðu á taugakerfinu
Eitthvað sem er mjög algengt að gleymist hjá okkur þegar hraðinn er mikill, er að vera meðvituð um að slaka á taugakerfinu. Mikið stress setur mikið álag á taugakerfið sem getur ýtt undir mikla streitu, háann blóðþrýsting, ójafnvægi í hormónum og fleira.
Oft er gott að nýta sumartímann í að slaka á taugakerfinu og gera hluti sem styðja við það með öndunaræfingum, hugleiðslu, göngutúr í náttúrunni, köldum böðum, gufu, hreyfingu og jóga.
Þegar við komumst upp á lagið með að hlúa að taugakerfinu förum við að finna fyrir jákvæðum áhrifum þess og eru meiri líkur á að það sé komin hvatning til að halda því áfram þegar dagleg rútína tekur við eftir frí.

Ánægja frekar en kvöð
Að hlúa vel að sér með nærandi mataræði og reglulegri hreyfingu ætti ekki að vera kvöð heldur ánægja og eitthvað sem við „fáum að gera“ en ekki það sem við „verðum að gera“.
Okkur á að langa til að hugsa vel um okkur og lifa í jafnvægi í heilbrigðum og hamingjusömum líkama.
Sumarið er engin undantekning, þá er einmitt tíminn til þess að blómstra í líkama og sál, minni streita, meiri tími og erfiðara að finna afsaknir til þess að sinna sér ekki. Finnum ánægjuna í átt að vellíðan og njótum þess að hlúa vel að okkur og gera hluti fyrir okkur sem við finnum að gerir okkur gott bæði líkamlega og andlega.