„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 11:34 Fjölnir Sæmundsson segir dóminn sýna að lögreglumenn komist ekki upp með brot í starfi. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“ Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“
Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03