Real Madríd staðfestir komu Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 18:10 Genginn í raðir Real Madríd. Ralf Ibing/Getty Images Franski framherjinn Kylian Mbappé hefur skrifað undir fimm ára samning við Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd. Félagið greindi frá þessu í dag. Segja má að um verst geymda leyndarmál fótboltans sé að ræða. Um leið og það var staðfest að hinn 25 ára gamli Mbappé yrði ekki áfram á mála hjá París Saint-German var næsta öruggt að hann myndi ganga í raðir Real Madríd. Mbappé var næstum búinn að semja við Real fyrir ári síðan en framlengdi á endanum í París til eins árs. Sá samningur rennur út þann 30. júní næstkomandi og nú hefur Real staðfest komu franska framherjans. Þar sem Mbappé er að verða samningslaus kemur hann á frjálsri sölu. Yfirlýsing Real gæti varla verið litlausari en þar segir í tæpum tuttugu orðum eða svo að Mbappé sé að ganga í raðir félagsins og skrifi undir fimm ára samning. Comunicado oficial: Mbappé.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 3, 2024 Mbappé er 25 ára gamall framherji sem á að baki 77 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 46 mörk. Hann átti stóran þátt í því þegar Frakkland varð heimsmeistari árið 2018 í Rússlandi. Hann hefur spilað fyrir Monaco og PSG á ferlinum. Þar hefur hann raðað inn mörkum en alls hefur hann skorað 288 mörk og gefið 126 stoðsendingar í 373 leikjum fyrir félögin tvö. Nú vonast forráðamenn Real til að Frakkinn haldi góðu gengi sínu áfram í Madríd. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04 Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27 Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Segja má að um verst geymda leyndarmál fótboltans sé að ræða. Um leið og það var staðfest að hinn 25 ára gamli Mbappé yrði ekki áfram á mála hjá París Saint-German var næsta öruggt að hann myndi ganga í raðir Real Madríd. Mbappé var næstum búinn að semja við Real fyrir ári síðan en framlengdi á endanum í París til eins árs. Sá samningur rennur út þann 30. júní næstkomandi og nú hefur Real staðfest komu franska framherjans. Þar sem Mbappé er að verða samningslaus kemur hann á frjálsri sölu. Yfirlýsing Real gæti varla verið litlausari en þar segir í tæpum tuttugu orðum eða svo að Mbappé sé að ganga í raðir félagsins og skrifi undir fimm ára samning. Comunicado oficial: Mbappé.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 3, 2024 Mbappé er 25 ára gamall framherji sem á að baki 77 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 46 mörk. Hann átti stóran þátt í því þegar Frakkland varð heimsmeistari árið 2018 í Rússlandi. Hann hefur spilað fyrir Monaco og PSG á ferlinum. Þar hefur hann raðað inn mörkum en alls hefur hann skorað 288 mörk og gefið 126 stoðsendingar í 373 leikjum fyrir félögin tvö. Nú vonast forráðamenn Real til að Frakkinn haldi góðu gengi sínu áfram í Madríd.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04 Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27 Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04
Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27
Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00