Afturelding tapaði fyrir Gróttu í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Í dag greindi félagið frá því að Guðmundur Helgi hefði óskað eftir því að vera leystur undan samning af persónulegum ástæðum.
„Meistaraflokksráð kvenna vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir afar gott samstarf við Guðmund Helga síðustu fjögur og hálft ár, en hann hefur sýnt mikinn áhuga og metnað gagnvart verkefnunum í félaginu og óskum við honum velgengni og farsældar í komandi viðfangsefnum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Aftureldingar.