Hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 09:48 Björn Skúlason, verðandi forsetaherra eða forsetamaður eða bara eiginmaður forseta, ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta. Vísir/Vilhelm Nú þegar ljóst er orðið að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti lýðveldisins þá liggur líka fyrir að eiginmaður hennar, Björn Skúlason, verði fyrsti eiginmaður forseta Íslands. Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur. Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur.
Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira