Ræddi ekki við aðra flokka og segir skilið við Sjálfstæðisflokk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 20:34 Einar Bárðarson Vísir/Vilhelm „Ég hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður frá því að ég var sextán ára og síðustu ár hefur hjartað mitt ekki alveg slegið í takt sem almennur flokksmaður. Á fimmtudaginn var haft samband við mig og mér var boðið þessa stöðu. Ég hef aðstoðað Ásmund Einar Daðason og Lilju Dögg í góðum málum og eftir snarpa ígrundun gaf ég kost á mér gagnvart þessari bón og mér var boðið þetta formlega í gærkvöldi.“ Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“ Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira