Icelandair misþyrmi íslenskri tungu Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2024 08:02 Þegar María Helga reyndi að stauta sig í gegnum: „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag,“ varð henni nóg boðið. aðsend Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins. Maríu Helgu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki ein einasta setning sem þar var þýdd stóðst lágmarks skilyrði íslenskunnar. Svo virðist sem Icelandair sé vargur í véum þegar tungmál Íslendinga er annars vegar. María Helga segist hafa starfað við þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og sé því ágætlega vön að finna manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. En sú „íslenska“ sem við blasti var augljóslega ekki runninn undan rifjum manneskju. Og heldur ekki afurð hefbundinna þýðingarvélar. „Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum,“ segir María Helga sem ritar grein á Vísi um þessa reynslu sína. Hún segir þetta Icelandair til háborinnar skammar. Og það sem verra er, félagið virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að færa þetta til betri vegar. Ein mynd af þýðingunum sem boðið er upp á af þýðingarkerfi Icelandair, gervigreindarhroði sem fremur hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“aðsend „Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega.“ María Helga skorar á öll þau sem umhugað er um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. „Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni.“ Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Maríu Helgu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki ein einasta setning sem þar var þýdd stóðst lágmarks skilyrði íslenskunnar. Svo virðist sem Icelandair sé vargur í véum þegar tungmál Íslendinga er annars vegar. María Helga segist hafa starfað við þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og sé því ágætlega vön að finna manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. En sú „íslenska“ sem við blasti var augljóslega ekki runninn undan rifjum manneskju. Og heldur ekki afurð hefbundinna þýðingarvélar. „Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum,“ segir María Helga sem ritar grein á Vísi um þessa reynslu sína. Hún segir þetta Icelandair til háborinnar skammar. Og það sem verra er, félagið virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að færa þetta til betri vegar. Ein mynd af þýðingunum sem boðið er upp á af þýðingarkerfi Icelandair, gervigreindarhroði sem fremur hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“aðsend „Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega.“ María Helga skorar á öll þau sem umhugað er um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. „Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni.“
Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira