Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júní 2024 21:33 Þorgerður ætlaði að kjósa í Vallaskóla á Selfossi Vísir/Vilhelm Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta. Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta.
Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29