Elías Már og félagar upp í efstu deild eftir ótrúlega dramatík Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 17:59 Elías Már Ómarsson og NAC Breda tryggðu sæti sitt í efstu deild Hollands á næsta tímabili. Vísir/Getty Elías Már Ómarsson og liðsfélagar hans í NAC Breda tryggðu sér í dag sæti í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-1 tap gegn Excelsior í seinni umspilsleik liðanna um sæti í efstu deild. Saga NAC Breda í umspilinu er hálf ótrúleg. Liðið hafnaði í 8. sæti næst efstu deildar og rétt tryggði sér þar með sæti í umspilinu á markatölu. Þar byrjaði liðið á að leggja bæði Roda JC og FC Emmen að velli en þau enduðu ofar en NAC Breda í töflunni. Þessir sigrar þýddu að liðið var komið í úrslitaeinvígi gegn Excelsior sem hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar en Elías Már lék með Excelsior á árunum 2018-2021 og skoraði 41 mark í 88 leikjum fyrir félagið. Í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn skoraði Elías Már tvö mörk þegar NAC Breda vann 6-2 stórsigur á sínum heimavelli og virtist vera komið með annan fótinn upp í efstu deild. Svo var aldeilis ekki. Excelsior komst í 3-0 í fyrri hálfleik í leik dagsins og náði síðan 4-0 forystu á 50. mínútu leiksins. Leikar þar með hnífjafnir. Casper Staring skoraði hins vegar fyrir NAC Breda á 59. mínútu og minnkaði muninn í 4-1. NAC Breda var komið með 7-6 forystu samtals og spennan gífurleg. Heimamenn í Excelsior pressuðu gríðarlega undir lok leiksins og Elías Már og félagar í nauðvörn síðustu mínúturnar. Heimaliðinu tókst þó ekki að skora og leikmenn NAC Breda fögnuðu gríðarlega í leikslok ásamt stuðningsmönnum sínum. Elías Már hefur leikið með NAC Breda síðan í janúar á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í deildakeppninni eftir að hafa misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Vernederd, uitgelachen, afgeschreven..𝐆𝐄𝐏𝐑𝐎𝐌𝐎𝐕𝐄𝐄𝐑𝐃Wij zijn NAC!#NACpraat pic.twitter.com/HQuYrbvEIe— NAC Breda 💛🖤 (@NACnl) June 2, 2024 NAC Breda leikur þar með í Eredivise á næstu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá Elías Má í deild þeirra bestu í Hollandi. Hollenski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Saga NAC Breda í umspilinu er hálf ótrúleg. Liðið hafnaði í 8. sæti næst efstu deildar og rétt tryggði sér þar með sæti í umspilinu á markatölu. Þar byrjaði liðið á að leggja bæði Roda JC og FC Emmen að velli en þau enduðu ofar en NAC Breda í töflunni. Þessir sigrar þýddu að liðið var komið í úrslitaeinvígi gegn Excelsior sem hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar en Elías Már lék með Excelsior á árunum 2018-2021 og skoraði 41 mark í 88 leikjum fyrir félagið. Í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn skoraði Elías Már tvö mörk þegar NAC Breda vann 6-2 stórsigur á sínum heimavelli og virtist vera komið með annan fótinn upp í efstu deild. Svo var aldeilis ekki. Excelsior komst í 3-0 í fyrri hálfleik í leik dagsins og náði síðan 4-0 forystu á 50. mínútu leiksins. Leikar þar með hnífjafnir. Casper Staring skoraði hins vegar fyrir NAC Breda á 59. mínútu og minnkaði muninn í 4-1. NAC Breda var komið með 7-6 forystu samtals og spennan gífurleg. Heimamenn í Excelsior pressuðu gríðarlega undir lok leiksins og Elías Már og félagar í nauðvörn síðustu mínúturnar. Heimaliðinu tókst þó ekki að skora og leikmenn NAC Breda fögnuðu gríðarlega í leikslok ásamt stuðningsmönnum sínum. Elías Már hefur leikið með NAC Breda síðan í janúar á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í deildakeppninni eftir að hafa misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Vernederd, uitgelachen, afgeschreven..𝐆𝐄𝐏𝐑𝐎𝐌𝐎𝐕𝐄𝐄𝐑𝐃Wij zijn NAC!#NACpraat pic.twitter.com/HQuYrbvEIe— NAC Breda 💛🖤 (@NACnl) June 2, 2024 NAC Breda leikur þar með í Eredivise á næstu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá Elías Má í deild þeirra bestu í Hollandi.
Hollenski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira