Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 10:25 Halla Tómasdóttir á kosningavöku sinni, umvafin fjölskyldunni fylgist ánægð með kosningatölunum sem birtust í nótt. Sigurinn var miklu stærri en skoðanakannanir gáfu til kynna. vísir/vilhelm Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. „Þetta er var í raun stærri sigur en maður hélt og öruggari,“ segir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Björn ritaði tvær greinar sem hann birti á Vísi og heitir önnur þeirra „Svona getum við komið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar mælir hann með því að fólk kjósi taktískt, Katrín sé ágætis manneskja en ef fólk vilji ekki að hún burðist með sinn pólitíska farangur á Bessastaði verði fólk að kjósa taktískt; með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Og nú virðist staðan sú að kjósendur hafi svarað kallinu? „Ég held að þetta sé nú ekki mér að þakka, ég bara orðað það sem margir hugsuðu. Það er réttari lýsing á því. Þetta var ekki mín hugmynd,“ segir Björn hógvær. Björn segist hafa reynt að setja fram þá hugmynd hvernig þetta þyrfti að gerast og svo aftur á kjördag. Þá lá ljóst við að kjósendur þyrftu að setja sitt atkvæði á Höllu Tómasdóttur. „Ef við ætluðum að gera þetta taktískt þá þyrftum við að veðja á þá sem efst væri þá, sama hvern við ætluðum að kjósa. Ég er virkilega ánægður með að þetta hefði gengið eftir. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir verði mjög góður forseti.“ Enginn pólitískur farangur í farteskinu Björn bendir á að hann reki í grein sinni fjögur atriði sem hann telur þess eðlis að önnur manneskja en Katrín væri heppilegri. „Það voru mjög margir sammála því. Ég var bara að orða það sem kannanir sýndu.“ Björn telur betra fyrir þjóðina að fá inn nýtt fólk fremur en einhverja sem hægt er að kenna við pólitíska elítu. Katrín hefi óhjákvæmilega dregið umdeild pólitísk mál inn á Bessastaði. Katrín fékk að gjalda sinna pólitísku afskipta í forsetakosningum.vísir/Anton Brink „Katrín er hin mætasta manneskja og ekkert uppá hana að klaga. Enginn ágreiningur um það.“ Þannig að Björn er ánægður í dag og hann telur að við eigum öll að vera það. „Við völdum mjög góða konu í starfið, hún er ekki umdeild eins og Katrín og henni mun veitast auðveldara að sameina þjóðina að baki sér. Hún er ekki með allan þennan pólitíska farangur á bakinu sem Katrín er með.“ Fólkið velur forsetann Björn nefnir að um þrjú eða fjögur leytið í nótt hafi stuðningur við frambjóðendur verið greindur út frá hinu flokkspólitíska litrófi og þá hafi það komið á daginn að Halla Tómasdóttir var að sækja sitt fylgi jafnt til allra flokka. Meðan stuðningsmenn Katrínar voru að verulegu leiti úr Sjálfstæðisflokknum og svo Vinstri grænum, sem eru reyndar orðnir svo fáir að það sé ekki afgerandi breyta. „Það er sem sagt enginn pólitískur flokkur að fá sinn kandídat.“ Sem hefur verið línan allt frá því að Ásgeir Ásgeirsson sagði að fólkið velji forsetann. Hann eigi að vera öryggisventill á hið pólitíska afl. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Þetta er var í raun stærri sigur en maður hélt og öruggari,“ segir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Björn ritaði tvær greinar sem hann birti á Vísi og heitir önnur þeirra „Svona getum við komið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar mælir hann með því að fólk kjósi taktískt, Katrín sé ágætis manneskja en ef fólk vilji ekki að hún burðist með sinn pólitíska farangur á Bessastaði verði fólk að kjósa taktískt; með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Og nú virðist staðan sú að kjósendur hafi svarað kallinu? „Ég held að þetta sé nú ekki mér að þakka, ég bara orðað það sem margir hugsuðu. Það er réttari lýsing á því. Þetta var ekki mín hugmynd,“ segir Björn hógvær. Björn segist hafa reynt að setja fram þá hugmynd hvernig þetta þyrfti að gerast og svo aftur á kjördag. Þá lá ljóst við að kjósendur þyrftu að setja sitt atkvæði á Höllu Tómasdóttur. „Ef við ætluðum að gera þetta taktískt þá þyrftum við að veðja á þá sem efst væri þá, sama hvern við ætluðum að kjósa. Ég er virkilega ánægður með að þetta hefði gengið eftir. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir verði mjög góður forseti.“ Enginn pólitískur farangur í farteskinu Björn bendir á að hann reki í grein sinni fjögur atriði sem hann telur þess eðlis að önnur manneskja en Katrín væri heppilegri. „Það voru mjög margir sammála því. Ég var bara að orða það sem kannanir sýndu.“ Björn telur betra fyrir þjóðina að fá inn nýtt fólk fremur en einhverja sem hægt er að kenna við pólitíska elítu. Katrín hefi óhjákvæmilega dregið umdeild pólitísk mál inn á Bessastaði. Katrín fékk að gjalda sinna pólitísku afskipta í forsetakosningum.vísir/Anton Brink „Katrín er hin mætasta manneskja og ekkert uppá hana að klaga. Enginn ágreiningur um það.“ Þannig að Björn er ánægður í dag og hann telur að við eigum öll að vera það. „Við völdum mjög góða konu í starfið, hún er ekki umdeild eins og Katrín og henni mun veitast auðveldara að sameina þjóðina að baki sér. Hún er ekki með allan þennan pólitíska farangur á bakinu sem Katrín er með.“ Fólkið velur forsetann Björn nefnir að um þrjú eða fjögur leytið í nótt hafi stuðningur við frambjóðendur verið greindur út frá hinu flokkspólitíska litrófi og þá hafi það komið á daginn að Halla Tómasdóttir var að sækja sitt fylgi jafnt til allra flokka. Meðan stuðningsmenn Katrínar voru að verulegu leiti úr Sjálfstæðisflokknum og svo Vinstri grænum, sem eru reyndar orðnir svo fáir að það sé ekki afgerandi breyta. „Það er sem sagt enginn pólitískur flokkur að fá sinn kandídat.“ Sem hefur verið línan allt frá því að Ásgeir Ásgeirsson sagði að fólkið velji forsetann. Hann eigi að vera öryggisventill á hið pólitíska afl.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00