Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 19:29 Frá Vallaskóla á Selfossi þar sem Þorgerður ætlaði að kjósa. Árborg Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni. Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni.
Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira